Hvatt til stillingar eftir fjórðu nótt óeirða á Norður-Írlandi Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2021 08:14 „Friðarveggur“ á milli hverfa sambandssinna og þjóðernissinna við Lanark-veg í vesturhluta Belfast. Andstæðar fylkingar köstuðu hlutum yfir vegginn í nótt. AP/Peter Morrison Óeirðarseggir kveiktu í rútu sem þeir stálu og köstuðu bensínsprengjum að lögreglumönnum í Belfast í nótt. Þetta var fjórða nóttin í röð sem til óeirða kemur í borginni. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fordæmdi óeirðirnar og hvatti til stillingar. Pólitískur órói hefur aukist á Norður-Írlandi eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og sérstakar viðskiptareglur tóku gildi fyrir breska yfirráðasvæðið. Til að komast hjá því að þurfa að koma upp landamæra- og tollaeftirliti á milli Norður-Írlands og Írlands, sem tilheyrir enn ESB, sæta ákveðnir vöruflutningar á milli Norður-Írlands og Bretlands slíku eftirliti. Með þessu telja sambandssinnar að landamærum hafi verið komið upp á milli Norður-Írlands og Bretlands á Írlandshafi. Óeirðir síðustu daga, sem hófust um páskana, hafa fyrst og fremst átt sér stað í hverfum sambandssinna sem eru hlynntir Brexit, að sögn AP-fréttastofunnar. Ungmenni köstuðu lausamunum og bensínsprengjum að lögreglumönnum við Shankill-veg þar sem mótmælendur búa. Þá köstuðu óeirðarseggir hlutum í báðar áttir yfir svonefndan „friðarvegg“ sem skilur að hverfi mótmælenda við Shankill-veg og írskra þjóðernissinna. Heimastjórnin í Belfast ætlar að halda neyðarfund vegna óeirðanna í dag en spenna á milli stjórnmálaflokka sambandssinna og þjóðernissinna hefur einnig farið vaxandi upp á síðkastið. Arlene Foster, oddviti heimastjórnarinnar úr Lýðræðislega sambandssinnaflokknum, og Michael O‘Neill, leiðtogi þjóðernisflokksins Sinn Fein, fordæmdu þó bæði óeirðirnar og árásir á lögreglumenn. Vildu ákæra þjóðernissinna sem fylgdu IRA-leiðtoga til grafar Uppþotin hófust á svæðum sambandssinna í Belfast og Londonderry um páskana. Þar var kveikt í bílum og hlutum kastað í lögreglu. Sambandssinnar eru einnig sagðir gramir yfir því að lögregla hafi kosið að ákæra ekki félaga í Sinn Fein flokknum sem voru viðstaddir útför fyrrverandi leiðtoga í Írska lýðveldishernum (IRA) síðasta sumar. Flokkar sambandssinna hafa krafist afsagnar lögreglustjóra Norður-Írlands vegna málsins. Fleiri en þrjú þúsund manns létu lífið í áratugalöngum átökum á milli írskra þjóðernissinna, breskra sambandssinna og breska hersins á Norður-Írlandi. Stillt var til friðar með samningnum sem hefur verið kenndur við föstudaginn langa árið 1998. Óttast margir að Brexit hafi raskað viðkvæmu jafnvægi í norður-írskum stjórnmálum og samfélagi. Norður-Írland Bretland Brexit Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira
Pólitískur órói hefur aukist á Norður-Írlandi eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og sérstakar viðskiptareglur tóku gildi fyrir breska yfirráðasvæðið. Til að komast hjá því að þurfa að koma upp landamæra- og tollaeftirliti á milli Norður-Írlands og Írlands, sem tilheyrir enn ESB, sæta ákveðnir vöruflutningar á milli Norður-Írlands og Bretlands slíku eftirliti. Með þessu telja sambandssinnar að landamærum hafi verið komið upp á milli Norður-Írlands og Bretlands á Írlandshafi. Óeirðir síðustu daga, sem hófust um páskana, hafa fyrst og fremst átt sér stað í hverfum sambandssinna sem eru hlynntir Brexit, að sögn AP-fréttastofunnar. Ungmenni köstuðu lausamunum og bensínsprengjum að lögreglumönnum við Shankill-veg þar sem mótmælendur búa. Þá köstuðu óeirðarseggir hlutum í báðar áttir yfir svonefndan „friðarvegg“ sem skilur að hverfi mótmælenda við Shankill-veg og írskra þjóðernissinna. Heimastjórnin í Belfast ætlar að halda neyðarfund vegna óeirðanna í dag en spenna á milli stjórnmálaflokka sambandssinna og þjóðernissinna hefur einnig farið vaxandi upp á síðkastið. Arlene Foster, oddviti heimastjórnarinnar úr Lýðræðislega sambandssinnaflokknum, og Michael O‘Neill, leiðtogi þjóðernisflokksins Sinn Fein, fordæmdu þó bæði óeirðirnar og árásir á lögreglumenn. Vildu ákæra þjóðernissinna sem fylgdu IRA-leiðtoga til grafar Uppþotin hófust á svæðum sambandssinna í Belfast og Londonderry um páskana. Þar var kveikt í bílum og hlutum kastað í lögreglu. Sambandssinnar eru einnig sagðir gramir yfir því að lögregla hafi kosið að ákæra ekki félaga í Sinn Fein flokknum sem voru viðstaddir útför fyrrverandi leiðtoga í Írska lýðveldishernum (IRA) síðasta sumar. Flokkar sambandssinna hafa krafist afsagnar lögreglustjóra Norður-Írlands vegna málsins. Fleiri en þrjú þúsund manns létu lífið í áratugalöngum átökum á milli írskra þjóðernissinna, breskra sambandssinna og breska hersins á Norður-Írlandi. Stillt var til friðar með samningnum sem hefur verið kenndur við föstudaginn langa árið 1998. Óttast margir að Brexit hafi raskað viðkvæmu jafnvægi í norður-írskum stjórnmálum og samfélagi.
Norður-Írland Bretland Brexit Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira