Innlent

Skipverjar á súrálsskipinu „veirufríir“

Kjartan Kjartansson skrifar
Tíu skipverjar súrálsflutningaskips veiktust af Covid-19. Skipið hefur verið við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði frá 20. mars. Myndin er úr safni.
Tíu skipverjar súrálsflutningaskips veiktust af Covid-19. Skipið hefur verið við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði frá 20. mars. Myndin er úr safni. Vísir/Jóhann

Átján skipverjar sem hafa verið um borð í súrálsskip á Reyðarfirði síðustu vikur greinast nú ekki lengur smitaðir af kórónuveirunni. Lögreglan á Austurlandi segir að skipverji sem var fluttur á Landspítalann verði líklega útskrifaður þaðan í kvöld eða í fyrramálið.

Súrálsflutningaskipið Taurus Confidence lagðist að bryggju á Reyðarfirði laugardaginn 20. mars en þá voru sjö af nítján manna áhöfn með einkenni Covid-19. Sýnataka leiddi í ljós að tíu voru smitaðir. Skipið kemur frá Brasilíu og flytur súrál frá Suður-Ameríku til Evrópu.

Í Facebook-færslu lögreglunnar á Austurlandi í kvöld kemur fram að sýni hafi verið tekin úr átján skipverjum sem eru um borð í skipinu í gær. Þeir sem voru smitaðir teljist nú heilir heilsu og „veirufríir“.

„Gert er ráð fyrir að sá síðasti þeirra, sá er fluttur var á Landspítala fyrir nokkru eftir að honum hafði elnað sóttin, verði útskrifaður í kvöld eða í fyrramálið. Engin smit greindust hjá þeim áhafnarmeðlimum sem ósýktir voru við komu fremur en í fyrri skimunum,“ segir í færslunni.

Til stendur að hreinsa skipið. Stefnt er því að því starfi ljúki fyrir helgi og skip og áhöfn verði þá hæf til siglingar á ný, líklega á föstudag.


Tengdar fréttir

Kraftaverki líkast að fleiri hafi ekki veikst um borð

Pétur Heimisson, umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir að það hafi verið kraftaverki líkast hversu vel hafi tekist að halda uppi smitvörnum um borð í súrálsskipinu sem liggur við Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði.

Þrír smitaðir til viðbótar í 25 manna hóp

Fimm greindust með kórónuveiruna á landamærunum á Seyðisfirði við komu Norrænu á þriðjudag. Tveir þeirra greindust er þeir komu um borð í Norrænu í Hirtshals en þrír greindust til viðbótar við komuna til Íslands. Allir fimm eru hluti af tuttugu og fimm manna hóp sem kom saman í ferjuna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.