Kraftaverki líkast að fleiri hafi ekki veikst um borð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. mars 2021 13:37 Pétur Heimisson er umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi. Mynd/Aðsend Pétur Heimisson, umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir að það hafi verið kraftaverki líkast hversu vel hafi tekist að halda uppi smitvörnum um borð í súrálsskipinu sem liggur við Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði. Hann segir skipverjana sjálfa eiga mikið lof skilið fyrir hversu vel þeim hafi tekist að hindra útbreiðslu veirunnar. Niðurstöður skimunar frá því í fyrradag sýndu að níu þeirra hafi ekki smitast af kórónuveirunni en það var níu sólarhringum eftir komuna til Reyðarfjarðar. „Ég veit ekki hvort það sé heppni eða hvað það segir yfirleitt en þessum tíu manna hópi sem veiktist hefur vegnað betur en maður reiknaði með. Einungis einn varð alvarlega veikur.“ Pétur vísar þarna í skipverjann sem flytja þurfti suður á Landspítalann með sjúkraflugi á sunnudag eftir að einkenni hans tóku að versna til muna. Skipverjarnir eru allir kínverskir og höfðu verið á sjó samfellt í tvær vikur áður en skipið lagði að bryggju í Reyðarfirði. Pétur segir að sjö þeirra hafi fengið fyrstu einkenni sjúkdómsins nákvæmlega þegar vika var liðin af túrnum. Súrálsskipið kom til Mjóeyrarhafnar 20. mars síðastliðinn. Sjö af nítján skipverjum fundu fyrir einkennum COVID-19 en skimun leiddi í ljós að níu voru smitaðir. Einn úr hópnum veiktist alvarlega og var fluttur með sjúkraflugi á Landspítalann á sunnudag. Hinir veiku eru með brasilíska afbrigði kórónuveirunnar.Vísir/Vilhelm Kvíðvænlegt að vera fjarri heimahögum og ástvinum Pétur var spurður út í andlegu hliðina á málinu; hvort það væri ekki erfitt fyrir skipverjana að vera veikir og fastir í einangrun í ókunnu landi. Pétur svaraði því til að vissulega væri það kvíðvænlegt að vera fjarri heimahögum og ástvinum en að allir sem komi að verkefninu reyni sitt allra besta til að veita þeim eins mikið öryggi og hægt er. „Við pössum upp á að hafa mikinn fyrirsjáanleika. Í hvert sinn sem fagmaður fer um borð til að meta ástand og heilsu þeirra – sem er daglega – þá vita þeir alltaf hvenær næsta heimsókn verður. Þeir hafa góðan aðgang að okkur hjá HSA og COVID-göngudeildinni. Það hefur skipt miklu máli bæði fyrir þá og okkur.“ Pétur fær skýrslu um líðan skipverjanna á hverjum degi. Hann segir að líðan þeirra sé þokkaleg sem stendur og að enginn sé alvarlega veikur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Fjarðabyggð Tengdar fréttir Einn skipverjanna fluttur á Landspítala Einn skipverjanna tíu, sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í súrálsskipi við Móeyjarhöfn á Reyðarfirði, var fluttur með sjúkraflugi á Landspítala í dag. Einkenni skipverjans höfðu versnað og þótti rétt að flytja hann til öryggis á sjúkrahús. 28. mars 2021 18:10 Læknir og hjúkrunarfræðingur fóru um borð í skipið Læknir og hjúkrunarfræðingur fóru um borð í súrálsskipið sem kom til Mjóeyrarhafnar á Reyðarfirði á laugardaginn í dag til að meta líðan og ástand skipverjanna sem þar eru í einangrun, smitaðir af covid-19. Enginn þeirra mun vera alvarlega veikur. 24. mars 2021 19:16 Allt gert til að koma í veg fyrir að smit berist út í samfélagið Allt er gert til að koma í veg fyrir að smit tíu skipverja súrálsskips berist út í samfélagið. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að enginn nema heilbrigðisstarfsmenn megi fara um borð í skipið og þá er megi enginn fara frá borði. Líðan skipverjanna er þokkaleg miðað við aðstæður að sögn yfirlögregluþjóns. 22. mars 2021 12:29 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Hann segir skipverjana sjálfa eiga mikið lof skilið fyrir hversu vel þeim hafi tekist að hindra útbreiðslu veirunnar. Niðurstöður skimunar frá því í fyrradag sýndu að níu þeirra hafi ekki smitast af kórónuveirunni en það var níu sólarhringum eftir komuna til Reyðarfjarðar. „Ég veit ekki hvort það sé heppni eða hvað það segir yfirleitt en þessum tíu manna hópi sem veiktist hefur vegnað betur en maður reiknaði með. Einungis einn varð alvarlega veikur.“ Pétur vísar þarna í skipverjann sem flytja þurfti suður á Landspítalann með sjúkraflugi á sunnudag eftir að einkenni hans tóku að versna til muna. Skipverjarnir eru allir kínverskir og höfðu verið á sjó samfellt í tvær vikur áður en skipið lagði að bryggju í Reyðarfirði. Pétur segir að sjö þeirra hafi fengið fyrstu einkenni sjúkdómsins nákvæmlega þegar vika var liðin af túrnum. Súrálsskipið kom til Mjóeyrarhafnar 20. mars síðastliðinn. Sjö af nítján skipverjum fundu fyrir einkennum COVID-19 en skimun leiddi í ljós að níu voru smitaðir. Einn úr hópnum veiktist alvarlega og var fluttur með sjúkraflugi á Landspítalann á sunnudag. Hinir veiku eru með brasilíska afbrigði kórónuveirunnar.Vísir/Vilhelm Kvíðvænlegt að vera fjarri heimahögum og ástvinum Pétur var spurður út í andlegu hliðina á málinu; hvort það væri ekki erfitt fyrir skipverjana að vera veikir og fastir í einangrun í ókunnu landi. Pétur svaraði því til að vissulega væri það kvíðvænlegt að vera fjarri heimahögum og ástvinum en að allir sem komi að verkefninu reyni sitt allra besta til að veita þeim eins mikið öryggi og hægt er. „Við pössum upp á að hafa mikinn fyrirsjáanleika. Í hvert sinn sem fagmaður fer um borð til að meta ástand og heilsu þeirra – sem er daglega – þá vita þeir alltaf hvenær næsta heimsókn verður. Þeir hafa góðan aðgang að okkur hjá HSA og COVID-göngudeildinni. Það hefur skipt miklu máli bæði fyrir þá og okkur.“ Pétur fær skýrslu um líðan skipverjanna á hverjum degi. Hann segir að líðan þeirra sé þokkaleg sem stendur og að enginn sé alvarlega veikur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Fjarðabyggð Tengdar fréttir Einn skipverjanna fluttur á Landspítala Einn skipverjanna tíu, sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í súrálsskipi við Móeyjarhöfn á Reyðarfirði, var fluttur með sjúkraflugi á Landspítala í dag. Einkenni skipverjans höfðu versnað og þótti rétt að flytja hann til öryggis á sjúkrahús. 28. mars 2021 18:10 Læknir og hjúkrunarfræðingur fóru um borð í skipið Læknir og hjúkrunarfræðingur fóru um borð í súrálsskipið sem kom til Mjóeyrarhafnar á Reyðarfirði á laugardaginn í dag til að meta líðan og ástand skipverjanna sem þar eru í einangrun, smitaðir af covid-19. Enginn þeirra mun vera alvarlega veikur. 24. mars 2021 19:16 Allt gert til að koma í veg fyrir að smit berist út í samfélagið Allt er gert til að koma í veg fyrir að smit tíu skipverja súrálsskips berist út í samfélagið. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að enginn nema heilbrigðisstarfsmenn megi fara um borð í skipið og þá er megi enginn fara frá borði. Líðan skipverjanna er þokkaleg miðað við aðstæður að sögn yfirlögregluþjóns. 22. mars 2021 12:29 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Einn skipverjanna fluttur á Landspítala Einn skipverjanna tíu, sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í súrálsskipi við Móeyjarhöfn á Reyðarfirði, var fluttur með sjúkraflugi á Landspítala í dag. Einkenni skipverjans höfðu versnað og þótti rétt að flytja hann til öryggis á sjúkrahús. 28. mars 2021 18:10
Læknir og hjúkrunarfræðingur fóru um borð í skipið Læknir og hjúkrunarfræðingur fóru um borð í súrálsskipið sem kom til Mjóeyrarhafnar á Reyðarfirði á laugardaginn í dag til að meta líðan og ástand skipverjanna sem þar eru í einangrun, smitaðir af covid-19. Enginn þeirra mun vera alvarlega veikur. 24. mars 2021 19:16
Allt gert til að koma í veg fyrir að smit berist út í samfélagið Allt er gert til að koma í veg fyrir að smit tíu skipverja súrálsskips berist út í samfélagið. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að enginn nema heilbrigðisstarfsmenn megi fara um borð í skipið og þá er megi enginn fara frá borði. Líðan skipverjanna er þokkaleg miðað við aðstæður að sögn yfirlögregluþjóns. 22. mars 2021 12:29