Segir mömmu vera fyrirmyndina þó hún hafi ekki verið fræg NBA-stjarna líkt og pabbi sinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. apríl 2021 09:30 Trinity Rodman á framtíðina fyrir sér í boltanum. Brad Smith/Getty Images Trinity Rodman, dóttir Dennis Rodman, segir að móðir sín sé hennar helsta fyrirmynd þó hún hafi ekki spilað í NBA-deildinni í körfubolta líkt og faðir hennar. Dennis Rodman er einn skrautlegasti karakter sem hefur spilað í NBA-deildinni og þó hann fyrir löngu lagt skóna á hilluna þá kemst dóttir hans vart hjá því að ræða föður sinn reglulega er hún mætir í viðtöl. Ástæðan fyrir viðtölunum er sú að Trinity Rodman er með efnilegustu leikmönnum Bandaríkjanna í fótbolta. Aðeins 18 ára gömul var hún valin númer tvö í nýliðavali bandarísku atvinnumannadeildinni í fótbolta. Mun hún spila fyrir Washington Spirtis á komandi tímabili. Venjan er að leikmenn á hennar aldri fari í háskóla og þremur til fjórum árum seinna skrá þær sig í nýliðavalið. Trinity ákvað hins vegar að fara beint í atvinnumennsku. Trinity var ítarlegu viðtali á The Guardian þar sem hún fór yfir víðan öll. Til að mynda pressuna sem fylgir því að vera yngsti leikmaður sögunnar til að vera valinn í nýliðavali NWSL-deildarinnar og svo að bera eftirnafnið Rodman. Trinity Rodman: 'Having a dad like I do, no one asks about my mom because she s obviously not an NBA star, but I just want people to know that she's been my support system in everything in life and is my best friend and my rock.' By @caitlinmurr https://t.co/b1pidmZOID— Guardian sport (@guardian_sport) April 6, 2021 „Að alast upp með eftirnafnið Rodman gaf mér meira heldur en það tók frá mér. Hugarfar mitt var þannig að ég vildi sýna fólki hvað ég gæti gert. Ég held að ég sé ákveðnari einstaklingur í dag út af því.“ Í viðtalinu ræðir hún einnig hvernig það er aldrei spurt út í móður hennar, Michelle, þar sem pabbi hennar er heimsfrægur fyrrverandi körfuboltamaður og er reglulega í fréttum. „Að eiga föður eins og ég á þá spyr mig enginn út í móður mína því hún er augljóslega ekki fræg NBA-stjarna. Ég vil samt að fólk viti að mamma mín hefur alltaf verið til staðar fyrir mig í lífinu, hún er besti vinur minn og algjör klettur í mínu lífi. Ég held að fólki viti ekki hversu nánar við erum.“ „Þó mamma hafi ekki verið í NBA þá er hún mjög ákveðin, hefur gríðarlegt keppnisskap og er mjög sterk. Hún er fyrirmyndin mín.“ NWSL-deildin [National Women´s Soccer League] hefst 21. maí og verður það vel þess virði að fylgjast með hinni ungu Trinity Rodman. Ekki vegna þess hver faðir hennar er heldur vegna þess að hún gæti orðið ein skærasta stjarna knattspyrnunnar á komandi árum. Fótbolti Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjá meira
Dennis Rodman er einn skrautlegasti karakter sem hefur spilað í NBA-deildinni og þó hann fyrir löngu lagt skóna á hilluna þá kemst dóttir hans vart hjá því að ræða föður sinn reglulega er hún mætir í viðtöl. Ástæðan fyrir viðtölunum er sú að Trinity Rodman er með efnilegustu leikmönnum Bandaríkjanna í fótbolta. Aðeins 18 ára gömul var hún valin númer tvö í nýliðavali bandarísku atvinnumannadeildinni í fótbolta. Mun hún spila fyrir Washington Spirtis á komandi tímabili. Venjan er að leikmenn á hennar aldri fari í háskóla og þremur til fjórum árum seinna skrá þær sig í nýliðavalið. Trinity ákvað hins vegar að fara beint í atvinnumennsku. Trinity var ítarlegu viðtali á The Guardian þar sem hún fór yfir víðan öll. Til að mynda pressuna sem fylgir því að vera yngsti leikmaður sögunnar til að vera valinn í nýliðavali NWSL-deildarinnar og svo að bera eftirnafnið Rodman. Trinity Rodman: 'Having a dad like I do, no one asks about my mom because she s obviously not an NBA star, but I just want people to know that she's been my support system in everything in life and is my best friend and my rock.' By @caitlinmurr https://t.co/b1pidmZOID— Guardian sport (@guardian_sport) April 6, 2021 „Að alast upp með eftirnafnið Rodman gaf mér meira heldur en það tók frá mér. Hugarfar mitt var þannig að ég vildi sýna fólki hvað ég gæti gert. Ég held að ég sé ákveðnari einstaklingur í dag út af því.“ Í viðtalinu ræðir hún einnig hvernig það er aldrei spurt út í móður hennar, Michelle, þar sem pabbi hennar er heimsfrægur fyrrverandi körfuboltamaður og er reglulega í fréttum. „Að eiga föður eins og ég á þá spyr mig enginn út í móður mína því hún er augljóslega ekki fræg NBA-stjarna. Ég vil samt að fólk viti að mamma mín hefur alltaf verið til staðar fyrir mig í lífinu, hún er besti vinur minn og algjör klettur í mínu lífi. Ég held að fólki viti ekki hversu nánar við erum.“ „Þó mamma hafi ekki verið í NBA þá er hún mjög ákveðin, hefur gríðarlegt keppnisskap og er mjög sterk. Hún er fyrirmyndin mín.“ NWSL-deildin [National Women´s Soccer League] hefst 21. maí og verður það vel þess virði að fylgjast með hinni ungu Trinity Rodman. Ekki vegna þess hver faðir hennar er heldur vegna þess að hún gæti orðið ein skærasta stjarna knattspyrnunnar á komandi árum.
Fótbolti Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjá meira