Segir mömmu vera fyrirmyndina þó hún hafi ekki verið fræg NBA-stjarna líkt og pabbi sinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. apríl 2021 09:30 Trinity Rodman á framtíðina fyrir sér í boltanum. Brad Smith/Getty Images Trinity Rodman, dóttir Dennis Rodman, segir að móðir sín sé hennar helsta fyrirmynd þó hún hafi ekki spilað í NBA-deildinni í körfubolta líkt og faðir hennar. Dennis Rodman er einn skrautlegasti karakter sem hefur spilað í NBA-deildinni og þó hann fyrir löngu lagt skóna á hilluna þá kemst dóttir hans vart hjá því að ræða föður sinn reglulega er hún mætir í viðtöl. Ástæðan fyrir viðtölunum er sú að Trinity Rodman er með efnilegustu leikmönnum Bandaríkjanna í fótbolta. Aðeins 18 ára gömul var hún valin númer tvö í nýliðavali bandarísku atvinnumannadeildinni í fótbolta. Mun hún spila fyrir Washington Spirtis á komandi tímabili. Venjan er að leikmenn á hennar aldri fari í háskóla og þremur til fjórum árum seinna skrá þær sig í nýliðavalið. Trinity ákvað hins vegar að fara beint í atvinnumennsku. Trinity var ítarlegu viðtali á The Guardian þar sem hún fór yfir víðan öll. Til að mynda pressuna sem fylgir því að vera yngsti leikmaður sögunnar til að vera valinn í nýliðavali NWSL-deildarinnar og svo að bera eftirnafnið Rodman. Trinity Rodman: 'Having a dad like I do, no one asks about my mom because she s obviously not an NBA star, but I just want people to know that she's been my support system in everything in life and is my best friend and my rock.' By @caitlinmurr https://t.co/b1pidmZOID— Guardian sport (@guardian_sport) April 6, 2021 „Að alast upp með eftirnafnið Rodman gaf mér meira heldur en það tók frá mér. Hugarfar mitt var þannig að ég vildi sýna fólki hvað ég gæti gert. Ég held að ég sé ákveðnari einstaklingur í dag út af því.“ Í viðtalinu ræðir hún einnig hvernig það er aldrei spurt út í móður hennar, Michelle, þar sem pabbi hennar er heimsfrægur fyrrverandi körfuboltamaður og er reglulega í fréttum. „Að eiga föður eins og ég á þá spyr mig enginn út í móður mína því hún er augljóslega ekki fræg NBA-stjarna. Ég vil samt að fólk viti að mamma mín hefur alltaf verið til staðar fyrir mig í lífinu, hún er besti vinur minn og algjör klettur í mínu lífi. Ég held að fólki viti ekki hversu nánar við erum.“ „Þó mamma hafi ekki verið í NBA þá er hún mjög ákveðin, hefur gríðarlegt keppnisskap og er mjög sterk. Hún er fyrirmyndin mín.“ NWSL-deildin [National Women´s Soccer League] hefst 21. maí og verður það vel þess virði að fylgjast með hinni ungu Trinity Rodman. Ekki vegna þess hver faðir hennar er heldur vegna þess að hún gæti orðið ein skærasta stjarna knattspyrnunnar á komandi árum. Fótbolti Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira
Dennis Rodman er einn skrautlegasti karakter sem hefur spilað í NBA-deildinni og þó hann fyrir löngu lagt skóna á hilluna þá kemst dóttir hans vart hjá því að ræða föður sinn reglulega er hún mætir í viðtöl. Ástæðan fyrir viðtölunum er sú að Trinity Rodman er með efnilegustu leikmönnum Bandaríkjanna í fótbolta. Aðeins 18 ára gömul var hún valin númer tvö í nýliðavali bandarísku atvinnumannadeildinni í fótbolta. Mun hún spila fyrir Washington Spirtis á komandi tímabili. Venjan er að leikmenn á hennar aldri fari í háskóla og þremur til fjórum árum seinna skrá þær sig í nýliðavalið. Trinity ákvað hins vegar að fara beint í atvinnumennsku. Trinity var ítarlegu viðtali á The Guardian þar sem hún fór yfir víðan öll. Til að mynda pressuna sem fylgir því að vera yngsti leikmaður sögunnar til að vera valinn í nýliðavali NWSL-deildarinnar og svo að bera eftirnafnið Rodman. Trinity Rodman: 'Having a dad like I do, no one asks about my mom because she s obviously not an NBA star, but I just want people to know that she's been my support system in everything in life and is my best friend and my rock.' By @caitlinmurr https://t.co/b1pidmZOID— Guardian sport (@guardian_sport) April 6, 2021 „Að alast upp með eftirnafnið Rodman gaf mér meira heldur en það tók frá mér. Hugarfar mitt var þannig að ég vildi sýna fólki hvað ég gæti gert. Ég held að ég sé ákveðnari einstaklingur í dag út af því.“ Í viðtalinu ræðir hún einnig hvernig það er aldrei spurt út í móður hennar, Michelle, þar sem pabbi hennar er heimsfrægur fyrrverandi körfuboltamaður og er reglulega í fréttum. „Að eiga föður eins og ég á þá spyr mig enginn út í móður mína því hún er augljóslega ekki fræg NBA-stjarna. Ég vil samt að fólk viti að mamma mín hefur alltaf verið til staðar fyrir mig í lífinu, hún er besti vinur minn og algjör klettur í mínu lífi. Ég held að fólki viti ekki hversu nánar við erum.“ „Þó mamma hafi ekki verið í NBA þá er hún mjög ákveðin, hefur gríðarlegt keppnisskap og er mjög sterk. Hún er fyrirmyndin mín.“ NWSL-deildin [National Women´s Soccer League] hefst 21. maí og verður það vel þess virði að fylgjast með hinni ungu Trinity Rodman. Ekki vegna þess hver faðir hennar er heldur vegna þess að hún gæti orðið ein skærasta stjarna knattspyrnunnar á komandi árum.
Fótbolti Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira