Innlent

Skoða hvort ný sprunga sé að opnast milli gossvæðanna

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ljósmyndari Vísis tók þessa fallegu mynd í nótt, af hrauninu renna fram á nýjum stað.
Ljósmyndari Vísis tók þessa fallegu mynd í nótt, af hrauninu renna fram á nýjum stað. Vísir/Vilhelm

Talsverð virkni hefur verið á gosstöðvunum á Reykjanesskaga í nótt, bæði í Geldingadölum og einnig í nýju sprungunni í Meradölum.

Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir í samtali við fréttastofu að einnig sé nú möguleiki á því að sprunga sé að opnast á milli gossvæðanna tveggja en björgunarsveitarmenn greindu veðurstofunni frá því í nótt að umtalsvert jarðsig hafi orðið á því svæði, allt að einn metri. 

Einar segir að þetta verði skoðað með morgninum en viðbragðsaðilar munu funda um ástandið á gosstöðvunum klukkan níu. Þangað til, hið minnsta, verður svæðið áfram lokað almenningi. 

Loftgæði í Vogum á Vatnsleysuströnd hafa nú batnað á ný en um tíma lagði mengun frá gosstöðvunum yfir bæinn þannig að óhollt var fyrir viðkvæma um tveggja tíma skeið. 

Í dag er hinsvegar útlit fyrir vestlæga og breytilega átt og möguleiki á einhverri mengun í Ölfusi en von er á nýrri gasspá á vef Veðurstofunnar upp úr klukkan sjö.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×