Innlent

Syngjandi systur á Hvolsvelli

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Tvíburastysturnar, Freyja og Oddný, ásamt Margréti Ósk en raddir þeirra hljóma ótrúlega vel saman.
Tvíburastysturnar, Freyja og Oddný, ásamt Margréti Ósk en raddir þeirra hljóma ótrúlega vel saman. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Þrjár systur á sveitabæ í Rangárvallasýslu hafa ekki setið með hendur í skauti um páskana því þær hafa notið þess að syngja saman. Pabbi og fósturpabbi þeirra spilar undir hjá þeim.

Fjölskyldan býr á bænum Miðtúni, sem er rétt hjá Hvolsvelli. Þau voru líka heimsótt um páskana í fyrra en þá höfðu systurnar slegið rækilega í gegn á samfélagsmiðlum með söng sínum. 

Nú eru þær orðnar enn þá betri og enn vinsælli á samfélagsmiðlum. 

Þetta eru tvíburasysturnar Freyja og Oddný Benónýsdætur, sem eru 18 ára og hálf systir þeirra, Margrét Ósk, 13 ára. Pabbi hennar, Guðjón Halldór Óskarsson og fósturpabbi tvíburanna spilar undir hjá þeim. Hér er það lagið Ólýsanleg eftir Magnús Þór Sigmundsson.

Freyja og Oddný eru í Menntaskólanum að Laugarvatni og Margrét Ósk í sjöunda bekk á Hvolsvelli. Þær hafa nýtt páskana vel til að syngja saman.

En núna er samkomubann, er það ekki erfitt fyrir þær að geta ekki troðið upp og komið fram?

„Jú, það er mjög leiðinlegt en við verðum bara að setja á Facebook,“ segja þær um leið og þær lýsa mikilli ánægju með undirleikara sinn og þær lofa að æfa sig vel fyrir páskana 2022 með nýtt efni.

Guðjón Halldór Óskarsson spilar á píanóið fyrir stelpurnar og hjálpar þeim að koma sér áfram í tónlistinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Tengdar fréttir

Syngjandi systur á Hvolsvelli slá í gegn

Systurnar Freyja og Oddný Benónýsdætur, sem eru 17 ára tvíburar og hálfsystir þeirra, Margrét Ósk Guðjónsdóttir, 11 ára hafa heldur betur slegið í gegn á Facebook með fallegum söng.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.