Flestir sýni stöðunni skilning en útgöngubann reynist mörgum þungbært Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. apríl 2021 12:05 Fosshótel Reykjavík er notað sem sóttkvíarhótel. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Tvö hundruð og tuttugu manns dvöldu á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt. Í morgun bættist einn gestur við á hótelinu, en sá hafði komið frá skilgreindu hááhættusvæði í gegn um London. Upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir flesta gesti sýna stöðunni skilning. Gunnlaugur Bragi Björnsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir erfitt að leggja mat á hversu margir flugfarþegar verði skikkaðir til dvalar á hótelinu í dag. Í dag eru þrjú flug áætluð hingað til lands. Frá Stokkhólmi, Kaupmannahöfn og Barcelona. Af þessum þremur er Stokkhólmur eina borgin sem skilgreind er inni á hááhættusvæði. Gunnlaugur segir þá brögð að því að fólk sé ósátt við að vera skikkað til að taka út sína sóttkví á hótelinu, þegar það hafi í önnur hús að venda. Starfsfólk sýni því skilning. „En á móti finnst mér okkar gestir langflestir vera að sýna stöðunni líka skilning, og okkar starfsfólki. Við vitum að margir eru kannski ósáttir, en flestir eru yfirvegaðir og vilja bara gera gott úr þessu saman.“ Eitt tilvik hefur verið tilkynnt til lögreglu, þar sem gestur á hótelinu ákvað að yfirgefa hótelið. Gunnlaugur segir það mál vera á borði lögreglu. Hann segir þá að umræða síðustu daga, um mögulegt ólögmæti þess að skikka fólk til sóttkvíar á hótelinu hafi ekki haft teljandi áhrif á starfsfólk. Hann segir þó að gott verði að fá úr því skorið hvort reglugerðin sem starfsemi hótelsins byggir á standist lög. Opnanlegir gluggar en engin útivera Gunnlaugur áréttar að hægt sé að opna glugga hótelherbergjanna, þrátt fyrir orðróm um annað. „Það er alrangt. Ég efast einhvern veginn um að þetta væri fjögurra stjörnu hótel ef gluggar í herbergjum væru ekki opnanlegir.“ Tekið hefur verið fyrir alla útivist gesta á hótelinu, en óljóst var í fyrstu hvort reglugerðin heimilaði útivist gesta eða ekki. Gunnlaugur segir það hafa reynst mörgum gestum erfitt að fá ekki að fara í stuttar gönguferðir, líkt og leyfilegt er þegar fólk er í heimasóttkví. „Menn töldu að um þessa sóttkví myndi gilda það sama og um heimasóttkví. Að fólk hefði frelsi til að fara í stutta göngutúra. Svo í rauninni þegar túlkun á reglugerðinni frá heilbrigðisráðherra lá fyrir, þá tekur hún alveg fyrir að fólk í sóttvarnarhúsi fari út fyrir hússins dyr meðan á sóttkví stendur," segir Gunnlaugur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vilja ekki dvelja á sóttkvíarhótelinu með þriggja mánaða barn sitt Hjón með þriggja mánaða gamalt barn eru á meðal þeirra sem hafa leitað til lögmanns í því skyni að bera ákvörðun stjórnvalda um skyldudvöl þeirra á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni undir dómstóla. 4. apríl 2021 14:28 Hvorki heimild né vilji til þess að hindra för fólks Ein tilkynning hefur verið send til lögreglu vegna einstaklings sem ákvað að yfirgefa sóttkvíarhótelið í Þórunnartúni, þar sem fólki er gert að dvelja eftir komuna til landsins. Það heyrir til undantekninga að fólk vilji yfirgefa hótelið að sögn upplýsingafulltrúa Rauða krossins, sem segir heilt yfir hafa gengið mjög vel að taka á móti gestum. 4. apríl 2021 14:14 Sumir lagt á flótta á meðan aðrir djamma Dæmi eru um að fólk hafi lagt á flótta úr sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Óánægju virðist gæta á meðal gesta og hafa tveir lagt fram kæru til héraðsdóms. 3. apríl 2021 12:16 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Sjá meira
Gunnlaugur Bragi Björnsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir erfitt að leggja mat á hversu margir flugfarþegar verði skikkaðir til dvalar á hótelinu í dag. Í dag eru þrjú flug áætluð hingað til lands. Frá Stokkhólmi, Kaupmannahöfn og Barcelona. Af þessum þremur er Stokkhólmur eina borgin sem skilgreind er inni á hááhættusvæði. Gunnlaugur segir þá brögð að því að fólk sé ósátt við að vera skikkað til að taka út sína sóttkví á hótelinu, þegar það hafi í önnur hús að venda. Starfsfólk sýni því skilning. „En á móti finnst mér okkar gestir langflestir vera að sýna stöðunni líka skilning, og okkar starfsfólki. Við vitum að margir eru kannski ósáttir, en flestir eru yfirvegaðir og vilja bara gera gott úr þessu saman.“ Eitt tilvik hefur verið tilkynnt til lögreglu, þar sem gestur á hótelinu ákvað að yfirgefa hótelið. Gunnlaugur segir það mál vera á borði lögreglu. Hann segir þá að umræða síðustu daga, um mögulegt ólögmæti þess að skikka fólk til sóttkvíar á hótelinu hafi ekki haft teljandi áhrif á starfsfólk. Hann segir þó að gott verði að fá úr því skorið hvort reglugerðin sem starfsemi hótelsins byggir á standist lög. Opnanlegir gluggar en engin útivera Gunnlaugur áréttar að hægt sé að opna glugga hótelherbergjanna, þrátt fyrir orðróm um annað. „Það er alrangt. Ég efast einhvern veginn um að þetta væri fjögurra stjörnu hótel ef gluggar í herbergjum væru ekki opnanlegir.“ Tekið hefur verið fyrir alla útivist gesta á hótelinu, en óljóst var í fyrstu hvort reglugerðin heimilaði útivist gesta eða ekki. Gunnlaugur segir það hafa reynst mörgum gestum erfitt að fá ekki að fara í stuttar gönguferðir, líkt og leyfilegt er þegar fólk er í heimasóttkví. „Menn töldu að um þessa sóttkví myndi gilda það sama og um heimasóttkví. Að fólk hefði frelsi til að fara í stutta göngutúra. Svo í rauninni þegar túlkun á reglugerðinni frá heilbrigðisráðherra lá fyrir, þá tekur hún alveg fyrir að fólk í sóttvarnarhúsi fari út fyrir hússins dyr meðan á sóttkví stendur," segir Gunnlaugur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vilja ekki dvelja á sóttkvíarhótelinu með þriggja mánaða barn sitt Hjón með þriggja mánaða gamalt barn eru á meðal þeirra sem hafa leitað til lögmanns í því skyni að bera ákvörðun stjórnvalda um skyldudvöl þeirra á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni undir dómstóla. 4. apríl 2021 14:28 Hvorki heimild né vilji til þess að hindra för fólks Ein tilkynning hefur verið send til lögreglu vegna einstaklings sem ákvað að yfirgefa sóttkvíarhótelið í Þórunnartúni, þar sem fólki er gert að dvelja eftir komuna til landsins. Það heyrir til undantekninga að fólk vilji yfirgefa hótelið að sögn upplýsingafulltrúa Rauða krossins, sem segir heilt yfir hafa gengið mjög vel að taka á móti gestum. 4. apríl 2021 14:14 Sumir lagt á flótta á meðan aðrir djamma Dæmi eru um að fólk hafi lagt á flótta úr sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Óánægju virðist gæta á meðal gesta og hafa tveir lagt fram kæru til héraðsdóms. 3. apríl 2021 12:16 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Sjá meira
Vilja ekki dvelja á sóttkvíarhótelinu með þriggja mánaða barn sitt Hjón með þriggja mánaða gamalt barn eru á meðal þeirra sem hafa leitað til lögmanns í því skyni að bera ákvörðun stjórnvalda um skyldudvöl þeirra á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni undir dómstóla. 4. apríl 2021 14:28
Hvorki heimild né vilji til þess að hindra för fólks Ein tilkynning hefur verið send til lögreglu vegna einstaklings sem ákvað að yfirgefa sóttkvíarhótelið í Þórunnartúni, þar sem fólki er gert að dvelja eftir komuna til landsins. Það heyrir til undantekninga að fólk vilji yfirgefa hótelið að sögn upplýsingafulltrúa Rauða krossins, sem segir heilt yfir hafa gengið mjög vel að taka á móti gestum. 4. apríl 2021 14:14
Sumir lagt á flótta á meðan aðrir djamma Dæmi eru um að fólk hafi lagt á flótta úr sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Óánægju virðist gæta á meðal gesta og hafa tveir lagt fram kæru til héraðsdóms. 3. apríl 2021 12:16
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent