Innlent

Lokað þing­hald þegar kærurnar verða teknar fyrir

Sylvía Hall og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa
Kærur vegna sóttkvíarhótelsins verða teknar fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Kærur vegna sóttkvíarhótelsins verða teknar fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/Vilhelm

Þinghald verður lokað þegar kröfur gesta á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni verða teknar fyrir. Fallist var á kröfu þess efnis nú fyrir skömmu.

Reimar Pétursson lögmaður, sem fer með mál eins þeirra sem dvelur á sóttkvíarhótelinu, fór fram á lokað þinghald þegar taka átti kærurnar fyrir nú síðdegis.

Aðrir lögmenn höfðu sammælst um að þinghald yrði opið og að nöfn málsaðila kæmu ekki fram í fréttaflutningi en Reimar sagði eðli málanna kalla á það að þinghald yrði lokað.

Ákvæði laga um meðferð einkamála heimila að þinghald verði lokað, til að mynda ef það er talið nauðsynlegt til þess að hlífa aðilum máls.

Þónokkrir hafa ákveðið að kæra ákvörðun stjórnvalda um skyldudvöl á hótelinu, þar á meðal hjón með þriggja mánaða barn.


Tengdar fréttir

Hvorki heimild né vilji til þess að hindra för fólks

Ein tilkynning hefur verið send til lögreglu vegna einstaklings sem ákvað að yfirgefa sóttkvíarhótelið í Þórunnartúni, þar sem fólki er gert að dvelja eftir komuna til landsins. Það heyrir til undantekninga að fólk vilji yfirgefa hótelið að sögn upplýsingafulltrúa Rauða krossins, sem segir heilt yfir hafa gengið mjög vel að taka á móti gestum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×