Enski boltinn

Á­horf­endur leyfðir á úr­slita­leik enska deildar­bikarsins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lið þessara heiðrsmanna mætast í úrslitaleik enska deildarbikarsins. 
Lið þessara heiðrsmanna mætast í úrslitaleik enska deildarbikarsins.  EPA-EFE/Nigel Roddis

Breska ríkisstjórnin staðfesti í dag að það verða áhorfendur leyfðir á úrslitaleik enska deildarbikarsins í knattspyrnu.

Breska ríkisstjórnin tilkynnti í morgun breytingu á sóttvarnarreglum þar í landi og ljóst er að áhorfendur verða leyfðir á leiknum.

Aðeins verða átta þúsund áhorfendur leyfðir en leikurinn fer fram á Wembley-vellinum í Lundúnum. Tekur völlurinn 90 þúsund manns í sæti.

Á vef BBC og Sky Sports kemur fram að leikurinn verði notaður sem prufa þegar kemur að hópmyndunum. Stefnt er að því að aflétta öllum takmörkunum vegna Covid-19 í Bretlandi í sumar.

Tottenham Hotspur og Manchester City mætast í úrslitum enska deildarbikarsins þann 25. apríl. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.


Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×