Upplýsingar Íslendinga í stórum gagnaleka hjá Facebook Eiður Þór Árnason skrifar 4. apríl 2021 00:22 Gagnaöflun Facebook um notendur sína gerir fyrirtækið gjarnan að skotmarki netþrjóta sem vilja ólmir komast yfir persónuupplýsingar almennings. Getty/Hakan Nural Persónuupplýsingar 533 milljóna notenda Facebook frá 106 löndum hafa verið birtar á netinu. Í gögnunum má meðal annars finna nöfn, símanúmer, staðsetningagögn, fæðingardaga og netföng. Þar er ekki að finna lykilorð eða skilaboð. Gagnasafnið hefur verið birt á umræðuvettvangi hakkara en að sögn dreifingaraðilans má þar finna upplýsingar um 31.343 notendur Facebook á Íslandi. Öryggissérfræðingar hafa miklar áhyggjur af því að persónuupplýsingarnar verði notaðar af netglæpamönnum til að reyna að villa á sér heimildir og svindla á fólki. Í yfirlýsingu frá Facebook segir að um sé að ræða gamlan gagnaleka sem fyrst hafi verið greint frá árið 2019. Fyrirtækið segist þá hafa rakið lekann til hugbúnaðargalla í kerfum Facebook sem sé nú búið að lagfæra. Þó sé erfitt að hafa hemil á dreifingu upplýsinganna eftir að þær sleppa úr fórum samfélagsmiðlarisans. Gríðarlegt magn gagna Alon Gal, yfirmaður tæknimála hjá netöryggisfyrirtækinu Hudson Rock, tilkynnti birtingu gagnanna á laugardag. Hann segir á Twitter að óvenjulegt sé að hakkarar dreifi stórum gagnasöfnum úr lekum víða þar sem markmiðið sé gjarnan að reyna að selja aðgang að gögnunum sem lengst. Á endanum komist þó slík gagnasöfn gjarnan í hendurnar á aðilum sem ákveði að birta þau öðrum að endurgjaldslausu og það sé líklega staðan sem sé nú upp komin. Gal segir að fyrst núna sé hægt að átta sig á heildarumfangi gagnalekans sem átti sér stað hjá Facebook árið 2019 og ástæða sé til að hafa miklar áhyggjur af því að gögnin séu komin í mikla dreifingu. Business Insider var með fyrstu miðlunum til að greina frá birtingu gagnanna og hefur tekist að sannreyna að fjöldi símanúmera og netfanga tilheyri í raun þeim Facebook notendum sem þau eru tengd í gagnasafninu. Details include:Phone number, Facebook ID, Full name, Location, Past Location, Birthdate, (Sometimes) Email Address, Account Creation Date, Relationship Status, Bio.Bad actors will certainly use the information for social engineering, scamming, hacking and marketing.— Alon Gal (Under the Breach) (@UnderTheBreach) April 3, 2021 Netöryggi Persónuvernd Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Gagnasafnið hefur verið birt á umræðuvettvangi hakkara en að sögn dreifingaraðilans má þar finna upplýsingar um 31.343 notendur Facebook á Íslandi. Öryggissérfræðingar hafa miklar áhyggjur af því að persónuupplýsingarnar verði notaðar af netglæpamönnum til að reyna að villa á sér heimildir og svindla á fólki. Í yfirlýsingu frá Facebook segir að um sé að ræða gamlan gagnaleka sem fyrst hafi verið greint frá árið 2019. Fyrirtækið segist þá hafa rakið lekann til hugbúnaðargalla í kerfum Facebook sem sé nú búið að lagfæra. Þó sé erfitt að hafa hemil á dreifingu upplýsinganna eftir að þær sleppa úr fórum samfélagsmiðlarisans. Gríðarlegt magn gagna Alon Gal, yfirmaður tæknimála hjá netöryggisfyrirtækinu Hudson Rock, tilkynnti birtingu gagnanna á laugardag. Hann segir á Twitter að óvenjulegt sé að hakkarar dreifi stórum gagnasöfnum úr lekum víða þar sem markmiðið sé gjarnan að reyna að selja aðgang að gögnunum sem lengst. Á endanum komist þó slík gagnasöfn gjarnan í hendurnar á aðilum sem ákveði að birta þau öðrum að endurgjaldslausu og það sé líklega staðan sem sé nú upp komin. Gal segir að fyrst núna sé hægt að átta sig á heildarumfangi gagnalekans sem átti sér stað hjá Facebook árið 2019 og ástæða sé til að hafa miklar áhyggjur af því að gögnin séu komin í mikla dreifingu. Business Insider var með fyrstu miðlunum til að greina frá birtingu gagnanna og hefur tekist að sannreyna að fjöldi símanúmera og netfanga tilheyri í raun þeim Facebook notendum sem þau eru tengd í gagnasafninu. Details include:Phone number, Facebook ID, Full name, Location, Past Location, Birthdate, (Sometimes) Email Address, Account Creation Date, Relationship Status, Bio.Bad actors will certainly use the information for social engineering, scamming, hacking and marketing.— Alon Gal (Under the Breach) (@UnderTheBreach) April 3, 2021
Netöryggi Persónuvernd Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent