Dvelur á sóttkvíarhóteli á Íslandi og aftur í Noregi eftir nokkra daga Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. apríl 2021 19:00 Valgerður kvartar ekki undan dvölinni á sóttvarnahótelinu, né yfir að þurfa að dvelja á öðru sóttvarnahóteli í Noregi eftir tíu daga. Hún hefði þó viljað mega fara út í göngutúr. Það er svolítið hart að mega ekki fara út, segir kona sem dvelur á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Hún segir ekkert væsa um sig en hefði þó frekar verið til í að verja sóttkvínni á heimili sínu í Hafnarfirði. Hún mun þurfa að fara aftur á sóttkvíarhóteli þegar hún fer aftur heim til Noregs. Hundrað sextíu og fimm manns dvelja nú á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í Reykjavík, eftir að reglugerð um að allir farþegar sem koma frá svokölluðum dökkrauðum svæðum þurfi að fara þangað, tók gildi. Valgerður Pálsdóttir kom hingað frá Gardermoen í Ósló með millilendingu á Kastrúp í Kaupmannahöfn í gærkvöld. Hún átti að koma til landsins 31. mars, degi áður en reglurnar tóku gildi, en fékk ekki PCR próf í tæka tíð. „Ég var að vona að ég fengi að fara í íbúðina mína í Hafnarfirði og er bara að ganga frá henni núna, er búin að selja, og ætlaði að verja þessum fimm dögum í það í sóttkvínni, en svona er þetta bara,” segir Valgerður. Hún segist sýna reglunum fullan skilning en segir það miður að fáir einstaklingar hafi þurft að eyðileggja fyrir með því að virða ekki sóttkví. „Ég er í sjálfu sér alveg búin að sætta mig við þetta. En málið er að þegar ég kom þá fékk ég að vita að við fengjum ekkert að fara út úr herberginu. Og mér brá við það, ég viðurkenni það. Ég sá fyrir mér að ég gæti farið út og gengið hérna með fram sjónum í kannski hálftíma á dag,” segir Valgerður, en upphaflega átti að leyfa fólki að fara út í að hámarki 30 mínútur á dag. „Það er vissulega svolítið hart að mega ekki fara út,” segir hún. Valgerður segist hafa það fínt, starfsfólkið sé indælt og fjölskylda og vinir passi að hún hafi nóg fyrir stafni. „Ég auðvitað geri mér grein fyrir því að það þarf að taka hart á hlutunum. Og það væsir svo sem ekkert um mig hér. Ég á mjög góða fjölskyldu og vini sem eru að bera í mig mat, bækur og annað og aðbúnaður er bara fínn. En ég finn til með þeim sem eru hérna með born og þurfa að vera hér innilokuð í fimm sólarhringa.” Sjálf ætlar hún að reyna að nýta daginn eins og kostur er. „Verður maður ekki að reyna að fara á fætur, klæða sig og gera einhverjar æfingar. Ég er að fá mjög spennandi bækur, er með sjónvarp, netið og öll tæki og tól. Síminn hringir mikið og það verður þannig næstu dagana. Ég kvarta ekki.” Sóttkvínni er þó ekki lokið hjá Valgerði, því þegar hún fer aftur heim til Noregs eftir tíu daga, tekur við önnur dvöl á sóttkvíarhóteli. „Ég má búast við tíu dögum á sóttkvíarhóteli þar. En maður leikur sér ekkert að því að fara í svona ferðalag. Þetta er af nauðsyn.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira
Hundrað sextíu og fimm manns dvelja nú á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í Reykjavík, eftir að reglugerð um að allir farþegar sem koma frá svokölluðum dökkrauðum svæðum þurfi að fara þangað, tók gildi. Valgerður Pálsdóttir kom hingað frá Gardermoen í Ósló með millilendingu á Kastrúp í Kaupmannahöfn í gærkvöld. Hún átti að koma til landsins 31. mars, degi áður en reglurnar tóku gildi, en fékk ekki PCR próf í tæka tíð. „Ég var að vona að ég fengi að fara í íbúðina mína í Hafnarfirði og er bara að ganga frá henni núna, er búin að selja, og ætlaði að verja þessum fimm dögum í það í sóttkvínni, en svona er þetta bara,” segir Valgerður. Hún segist sýna reglunum fullan skilning en segir það miður að fáir einstaklingar hafi þurft að eyðileggja fyrir með því að virða ekki sóttkví. „Ég er í sjálfu sér alveg búin að sætta mig við þetta. En málið er að þegar ég kom þá fékk ég að vita að við fengjum ekkert að fara út úr herberginu. Og mér brá við það, ég viðurkenni það. Ég sá fyrir mér að ég gæti farið út og gengið hérna með fram sjónum í kannski hálftíma á dag,” segir Valgerður, en upphaflega átti að leyfa fólki að fara út í að hámarki 30 mínútur á dag. „Það er vissulega svolítið hart að mega ekki fara út,” segir hún. Valgerður segist hafa það fínt, starfsfólkið sé indælt og fjölskylda og vinir passi að hún hafi nóg fyrir stafni. „Ég auðvitað geri mér grein fyrir því að það þarf að taka hart á hlutunum. Og það væsir svo sem ekkert um mig hér. Ég á mjög góða fjölskyldu og vini sem eru að bera í mig mat, bækur og annað og aðbúnaður er bara fínn. En ég finn til með þeim sem eru hérna með born og þurfa að vera hér innilokuð í fimm sólarhringa.” Sjálf ætlar hún að reyna að nýta daginn eins og kostur er. „Verður maður ekki að reyna að fara á fætur, klæða sig og gera einhverjar æfingar. Ég er að fá mjög spennandi bækur, er með sjónvarp, netið og öll tæki og tól. Síminn hringir mikið og það verður þannig næstu dagana. Ég kvarta ekki.” Sóttkvínni er þó ekki lokið hjá Valgerði, því þegar hún fer aftur heim til Noregs eftir tíu daga, tekur við önnur dvöl á sóttkvíarhóteli. „Ég má búast við tíu dögum á sóttkvíarhóteli þar. En maður leikur sér ekkert að því að fara í svona ferðalag. Þetta er af nauðsyn.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira