Von á kröfugerð sóttvarnalæknis í kvöld vegna kærumála Eiður Þór Árnason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 3. apríl 2021 17:42 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna. Lögreglan Von er á að kröfugerð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til Héraðsdóms Reykjavíkur í kvöld en þrír hafa nú lagt fram kröfu til dómsins um að ekki sé heimilt að halda þeim í sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Þetta staðfestir Lárentsínus Kristjánsson dómari í skriflegu svari til fréttastofu og segir að ákvörðun verði tekin um framhaldið þegar kröfugerðin hefur borist. Að sögn Lárentsínusar er um að ræða sömu þrjár kröfur og áður höfðu borist dómnum en þær komi nú frá sóttvarnalækni líkt og sóttvarnalög ráðgeri. Aðspurður um það hvort hann geti staðfest að unnið sé að undirbúningi kröfugerðar til héraðsdóms segir sóttvarnalæknir að málið sé í ferli. RÚV greindi frá því fyrr í dag að Þórólfur hafi boðað umrædda kröfugerð. Fyrstu kröfurnar sem tengdust sóttkvíarhótelinu bárust Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en líkt og Fréttablaðið greindi frá segir í sóttvarnalögum að það sé sóttvarnalæknis eða fulltrúa landlæknis að bera lögmæti frelsissviptingar í sóttvarnaskyni undir dóm en ekki einstaklings sem er ósáttur við þá tilhögun. Þannig er það sóttvarnalæknir sem setur fram skriflega kröfu um staðfestingu á gildi slíkrar ákvörðunar hafi henni verið mótmælt. Fastlega má gera ráð fyrir því að Þórólfur muni í kröfu sinni verja þá ákvörðun að ferðamönnum sem koma frá hááhættusvæðum sé gert að dvelja á sóttkvíarhóteli. Ekki einangrunarvist Þórólfur sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að það væri ekki hans að taka afstöðu til þess hvort lög nái utan um úrræðið. „Það er ábyrgð heilbrigðisráðuneytisins sem setur þessar reglugerðir og ber ábyrgð á því að allt sé innan ramma laganna.“ Hann vildi jafnframt meina að ekki væri um einangrunarvist að ræða og verið væri að fylgja lögum um sóttkví. „Ég bendi á að þarna greindust einstaklingar með smit sem voru í sóttkví á hótelinu. Við erum að þessu til að reyna að koma í veg fyrir að fólk sem er í sóttkví fari að smita út frá sér. Við höfum verið með útbreiðsluna hér innanlands vegna þess, bæði í þriðju bylgjunni og svo núna undanfarið, verið aðallega vegna þess að fólk sem er í sóttkví heldur ekki sóttkvína. Það umgengst aðra, hittir aðra, gerir það sem leiðbeiningar segja til um. Og á þeim grunni þá var ákveðið að fara þessa leið,“ sagði Þórólfur. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur verið boðuð á fund velferðarnefndar vegna efasemda nokkurra þingmanna um lögmæti sóttkvíarhótelsins. Þórólfur sagði fyrr í dag það ekki nýtt af nálinni að fólk velti fyrir sér lögmæti sóttvarnaaðgerða. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Liðstjórinn lætur fara vel um sig á sóttkvíarhóteli með skyrbúst og enska boltann Liðstjóri U21 karlalandsliðsins í knattspyrnu er meðal þeirra sem gistir á sóttkvíarhótelinu um páskanna. Hann heldur úti stuttri dagbók um veru sína á Facebook og ætlar að njóta Enska boltans í dag. 3. apríl 2021 14:21 Sumir lagt á flótta á meðan aðrir djamma Dæmi eru um að fólk hafi lagt á flótta úr sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Óánægju virðist gæta á meðal gesta og hafa tveir lagt fram kæru til héraðsdóms. 3. apríl 2021 12:16 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira
Þetta staðfestir Lárentsínus Kristjánsson dómari í skriflegu svari til fréttastofu og segir að ákvörðun verði tekin um framhaldið þegar kröfugerðin hefur borist. Að sögn Lárentsínusar er um að ræða sömu þrjár kröfur og áður höfðu borist dómnum en þær komi nú frá sóttvarnalækni líkt og sóttvarnalög ráðgeri. Aðspurður um það hvort hann geti staðfest að unnið sé að undirbúningi kröfugerðar til héraðsdóms segir sóttvarnalæknir að málið sé í ferli. RÚV greindi frá því fyrr í dag að Þórólfur hafi boðað umrædda kröfugerð. Fyrstu kröfurnar sem tengdust sóttkvíarhótelinu bárust Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en líkt og Fréttablaðið greindi frá segir í sóttvarnalögum að það sé sóttvarnalæknis eða fulltrúa landlæknis að bera lögmæti frelsissviptingar í sóttvarnaskyni undir dóm en ekki einstaklings sem er ósáttur við þá tilhögun. Þannig er það sóttvarnalæknir sem setur fram skriflega kröfu um staðfestingu á gildi slíkrar ákvörðunar hafi henni verið mótmælt. Fastlega má gera ráð fyrir því að Þórólfur muni í kröfu sinni verja þá ákvörðun að ferðamönnum sem koma frá hááhættusvæðum sé gert að dvelja á sóttkvíarhóteli. Ekki einangrunarvist Þórólfur sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að það væri ekki hans að taka afstöðu til þess hvort lög nái utan um úrræðið. „Það er ábyrgð heilbrigðisráðuneytisins sem setur þessar reglugerðir og ber ábyrgð á því að allt sé innan ramma laganna.“ Hann vildi jafnframt meina að ekki væri um einangrunarvist að ræða og verið væri að fylgja lögum um sóttkví. „Ég bendi á að þarna greindust einstaklingar með smit sem voru í sóttkví á hótelinu. Við erum að þessu til að reyna að koma í veg fyrir að fólk sem er í sóttkví fari að smita út frá sér. Við höfum verið með útbreiðsluna hér innanlands vegna þess, bæði í þriðju bylgjunni og svo núna undanfarið, verið aðallega vegna þess að fólk sem er í sóttkví heldur ekki sóttkvína. Það umgengst aðra, hittir aðra, gerir það sem leiðbeiningar segja til um. Og á þeim grunni þá var ákveðið að fara þessa leið,“ sagði Þórólfur. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur verið boðuð á fund velferðarnefndar vegna efasemda nokkurra þingmanna um lögmæti sóttkvíarhótelsins. Þórólfur sagði fyrr í dag það ekki nýtt af nálinni að fólk velti fyrir sér lögmæti sóttvarnaaðgerða. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Liðstjórinn lætur fara vel um sig á sóttkvíarhóteli með skyrbúst og enska boltann Liðstjóri U21 karlalandsliðsins í knattspyrnu er meðal þeirra sem gistir á sóttkvíarhótelinu um páskanna. Hann heldur úti stuttri dagbók um veru sína á Facebook og ætlar að njóta Enska boltans í dag. 3. apríl 2021 14:21 Sumir lagt á flótta á meðan aðrir djamma Dæmi eru um að fólk hafi lagt á flótta úr sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Óánægju virðist gæta á meðal gesta og hafa tveir lagt fram kæru til héraðsdóms. 3. apríl 2021 12:16 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira
Liðstjórinn lætur fara vel um sig á sóttkvíarhóteli með skyrbúst og enska boltann Liðstjóri U21 karlalandsliðsins í knattspyrnu er meðal þeirra sem gistir á sóttkvíarhótelinu um páskanna. Hann heldur úti stuttri dagbók um veru sína á Facebook og ætlar að njóta Enska boltans í dag. 3. apríl 2021 14:21
Sumir lagt á flótta á meðan aðrir djamma Dæmi eru um að fólk hafi lagt á flótta úr sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Óánægju virðist gæta á meðal gesta og hafa tveir lagt fram kæru til héraðsdóms. 3. apríl 2021 12:16