Enski boltinn

Chelsea spilaði illa af því við spiluðum vel

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Stóri Sam á hliðarlínunni i dag.
Stóri Sam á hliðarlínunni i dag. EPA-EFE/Clive Ros

Sam Allardyce var eðlilega sáttur með frammistöðu sinna manna í West Bromwich Albion eftir að liðið vann frækinn 5-2 útisigur á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Þetta gefur okkur von. Mögulega vegna gæðanna í frammistöðunni og hvernig við sundurspiluðum Chelsea í dag þá gefur þetta okkur aðeins meira en bara von. Vonandi getum við náð sömu hæðum á nýjan leik á mánudaginn eftir viku gegn Southampton.“

„Þetta heldur okkur á lífi, við hefðum viljað fá svona sigur fyrr en það er ekki hægt að kvarta yfir frammistöðu sem þessari. Leikmenn mínir tættu Chelsea-lið í sig sem hafði ekki tapað síðan nýr þjálfari tók við. Þetta er það sem enska úrvalsdeildin snýst um, að lið á botninum geti unnið liðin í kringum toppinn.“

„Fólk getur ekki sagt að Chelsea hafi ekki verið upp á sitt besta eða að þeir hafi misst mann af velli. Það verða allir að segja að gæðin í frammistöðu WBA í dag er ástæða fyrir sigri liðsins í dag og Chelsea var ekki upp á sitt besta vegna þess hversu vel WBA spilaði,“ sagði kokhraustur Sam Allardyce í viðtali að leik loknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×