Fótbolti

Atalanta og Napoli með mikil­væga sigra

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Napoli fagna sigurmarki sínu í dag.
Leikmenn Napoli fagna sigurmarki sínu í dag. EPA-EFE/CIRO FUSCO

Það var mikil spenna í leikjum dagsins sem nú eru búnir í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Atalanta og Napoli unnu bæði mikilvæga sigra í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

Luis Muriel kom Atlanta í 2-0 gegn Udinese áður en Roberto Pereyra minnkaði muninn undir lok fyrri hálfleiks. Duvan Zapata bætti við þriðja marki Atalanta en aftur minnkuðu gestirnir muninn, nú var það Jens Stryger Larsen. Atalanta hélt út og vann mikilvægan 3-2 sigur.

Sama var upp á teningnum hjá Napoli gegn Crotone. Lorenzo Insigne og Victor Osimhen komu Napoli í 2-0 áður en Simy minnkaði muninn fyrir gestina. Dries Mertens kom Napoli í kjölfarið í 3-1 en Simy og Junior Messias gerðu sér lítið fyrir og jöfnuðu metin í 3-3.

Það var svo Giovanni Di Lorenzo sem reyndist hetja Napoli er hann tryggði liðinu 4-3 sigur með marki á 72. mínútu.

Atalanta er nú í 3. sæti deildarinnar með 58 stig. Napoli er sæti neðan með 56 stig en á leik til góða.


Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir

AC Milan tapaði ó­vænt stigum á heima­velli

Sampdoria heimsótti AC Milan í fyrsta leik Seria A-deildarinnar á Ítalíu í fyrsta leik eftir landsleikjahlé. Gestirnir voru hársbreidd frá því að vinna óvæntan 1-0 útisigur en leiknum lauk með 1-1 jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×