Fótbolti

AC Milan tapaði ó­vænt stigum á heima­velli

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gestirnir fagna marki sínu.
Gestirnir fagna marki sínu. Giuseppe Cottini/Getty Images

Sampdoria heimsótti AC Milan í fyrsta leik Seria A-deildarinnar á Ítalíu í fyrsta leik eftir landsleikjahlé. Gestirnir voru hársbreidd frá því að vinna óvæntan 1-0 útisigur en leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Eftir markalausan fyrri hálfleik þar sem alls fjögur gul spjöld fóru á loft þá var það gamla brýnið Fabio Quagliarella sem skoraði eina mark leiksins á 57. mínútu er hann lyfti knettinum snyrtilega yfir Gianluigi Donnarumma í marki heimamanna.

Aðeins tveimur mínútum síðar fékk Adrien Silva sitt annað gula spjald í leiknum og þar með rautt í liði Sampdoria. Gestunum tókst ekki að halda út en Jens Petter Hauge, norðmaðurinn ungi í liði Milan, jafnaði metin fyrir heimamenn undir lok leiks.

Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 1-1 á San Siro-vellinum í Mílanó í dag.

Jafntefli gerir lítið fyrir AC Milan sem er sem stendur fimm stigum á eftir eftir erkifjendunum í Inter sem eiga tvo leiki til góða. Sampdoria er í 10. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×