Erlent

Minna en helmingur Bandaríkjamanna segist tilheyra trúarsöfnuði

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Þess ber að geta að þótt fólk tilheyri ekki söfnuði má vera að það sæki engu að síður trúarathafnir.
Þess ber að geta að þótt fólk tilheyri ekki söfnuði má vera að það sæki engu að síður trúarathafnir.

Minna en helmingur fullorðinna Bandaríkjamanna segist tilheyra kirkju, sýnagógu eða mosku, samkvæmt nýrri Gallup-könnun. Könnunin leiddi í ljós að aðeins 47 prósent tilheyra trúarsöfnuði en hlutfallið var 70 prósent rétt fyrir aldamót.

Könnunin var fyrst gerð árið 1937 en þá sögðust 73 prósent fullorðinna tilheyra trúarsöfnuði.

Fækkunin hefur verið mest meðal kaþólikka, þar sem hlutfallið hefur fallið um 18 prósentustig frá aldamótum. Meðal mótmælenda hefur fækkunin numið 9 prósentum á sama tímabili.

Demókrötum sem tilheyra söfnuðum hefur fækkað um 25 prósent, repúblikönum um 12 prósent og óháðum um 18 prósent. Heilt á litið eru íhaldsmenn tvöfalt líklegri til að tilheyra trúarsöfnuði en frjálslyndir.

Í umfjöllun NPR um málið kemur fram að jafnvel þótt svarendur tilheyri ekki ákveðnum söfnuði kunni vel að vera að þeir sæki trúarlegar athafnir.

Þá gildir einu hvaða aldurshópur er skoðaður, í öllum hópum fer þeim fækkandi sem tilheyra söfnuðum.

Þátttakendur í könnuninni, sem voru 6.117 talsins, voru valdir af handahófi. Könnunin fór fram á árunum 2018 til 2020.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.