Innlent

Auðlindin virkar vel á Selfossi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Klara Öfjörð, sem er í forstöðumaður Auðlindarinnar á Selfossi, sem er til húsa í Gagnheiði 51.
Klara Öfjörð, sem er í forstöðumaður Auðlindarinnar á Selfossi, sem er til húsa í Gagnheiði 51. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Auðlindin, sem er virkni og atvinnutengd fjölsmiðja fyrir ungt fólk í Árborg, sem lent hefur utan vinnumarkaðar og þarfnast þjálfunar fyrir almennan vinnumarkað hefur gefist mjög vel enda biðlisti eftir að komast þangað inn. Sextán ungmenni mæta þar daglega þar sem þau fást við fjölbreytt og skapandi verkefni.

Auðlindin er rekin á vegum félagsþjónustunnar hjá Sveitarfélaginu Árborg og er atvinnu og virkni úrræði fyrir fólk á aldrinum 16 til 30 ára. Starfsemin hefur gengið ótrúlega vel og miklu betur en menn þorðu að vona í upphafi.

Klara Öfjörð er forstöðumaður Auðlindarinnar.

„Hérna horfum við á hvern og einn einstakling, sem kemur hérna inn og vinnum út frá því. Ef að viðkomandi hefur áhuga á til dæmis tölvum, þá erum við jafnvel að setja saman til tölvur og búa til tölvuborð og smíðum svo nýjar tölvur. Svo erum við með streymi fyrir bæjarstjórnarfundi og fyrir þær stofnanir, sem eru hérna í sveitarfélaginu,“ segir Klara.

Emblukonur gáfu Auðlindinni Þrívíddarprentara en hér eru þær frá vinstri, Kristjana Björg Júlíusdóttir, formaður Embla, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, Klara, sem tók við gjöfinni og María Hauksdóttir.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Og þessi starfsemi hefur fengið mjög góðar viðtökur?

„Já, mér finnst allavega fólk hér í samfélaginu taka þessu ótrúlega vel og það er alltaf boðið og búið að hjálpa til, það er alveg sama hvar maður leitar, það eru alltaf allir tilbúnir til að taka höndum saman og styðja við okkur.“

Nýjasta dæmið um velvild til Auðlindarinnar er Lionsklúbburinn Embla á Selfossi, sem er eingöngu skipaður konum en þær komu færandi hendi í vikunni og gáfu Auðlindinni þrívíddarprentara að bestu gerð. Þórdís Eygló Sigurðardóttir er í klúbbnum.

„Mér líst mjög vel á þessa starfsemi, þetta er alveg ofboðslega flott verkefni hérna og svona starfsemi eru er nauðsynlegt í hverju bæjarfélagi held ég,“ sagði Þórdís.

Mjög fjölbreytt starfsemi fer fram í Auðlindinni þar sem tekist er á við fjölbreytt og skapandi verkefni.Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.