„Þetta er búið, Jogi“ Anton Ingi Leifsson skrifar 2. apríl 2021 13:00 Joachim Löw hættir með þýska landsliðið eftir EM í sumar en gæti það gerst fyrrr? Alex Grimm/Getty Images Það var ekki bjart yfir þýskum fjölmiðlum er þeir fjölluðu um þýska landsliðið í knattspyrnu sem tapaði fyrir Norður Makedóníu, 2-1, á heimavelli á miðvikudag. Goran Pandev kom gestunum yfir yfir en Ilkay Gundögan jafnaði metin úr vítaspyrnu. Fimm mínútum fyrir leikslok tryggðu Norður Makedóníumenn sér svo sigurinn. „Þetta er búið, Jogi,“ sagði einn stærsti fjölmiðill Þýskalands en Matthias Brugelmann, íþróttafréttamaður á Bild, líst ekki á blikuna undir stjórn Löw. „Þetta er þriðja sögulega fallið sem Jogi Löw, eftir mörg góð ár sem landsliðsþjálfari, er ábyrgur fyrir. Fyrst var það að detta úr leik í riðlakeppninni á HM í Rússlandi, svo stærsta tapið síðan 1931 í 6-0 tapinu gegn Spáni og nú 1-2 tap gegn Norður Makedóníu, sem er í 65. sæti heimslistans.“ „Restin af heiminum er að hlæja að okkur og ef Löw væri þjálfari í félagi í Bundesligunni þá væri hann búinn að missa starfið, og réttilega. Og ef Löw fattar það ekki sjálfur og hættir þá þarf þýska knattspyrnusambandið að stíga niður og setja ekki EM í hættu.“ „Ralf Rangnick og Stefan Kuntz þjálfari U21 árs landsliðsins eru báðir á lausu,“ bætti Matthias við. Oliver Fritsch, blaðamaður á Die Zeit, einbeitti sér hins vegar að færinu sem Timo Werner klúðraði skömmu áður en Norður Makedónía skoraði annað mark sitt. „Á, Timo,“ skrifaði hann. „Varamanninum mistókst að skora á ótrúlegan hátt og þetta er eitthvað sem mun lifa í minningunni lengi. Autt markið, ellefu metrum frá,“ skrifaði Oliver. „Internetið mun aldrei gleyma þessu færi.“ 'It's over Jogi' – German press reacts to historic World Cup qualifying defeat by North Macedonia https://t.co/QEP881M6qJ— Guardian sport (@guardian_sport) April 1, 2021 Þýski boltinn HM 2022 í Katar EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
Goran Pandev kom gestunum yfir yfir en Ilkay Gundögan jafnaði metin úr vítaspyrnu. Fimm mínútum fyrir leikslok tryggðu Norður Makedóníumenn sér svo sigurinn. „Þetta er búið, Jogi,“ sagði einn stærsti fjölmiðill Þýskalands en Matthias Brugelmann, íþróttafréttamaður á Bild, líst ekki á blikuna undir stjórn Löw. „Þetta er þriðja sögulega fallið sem Jogi Löw, eftir mörg góð ár sem landsliðsþjálfari, er ábyrgur fyrir. Fyrst var það að detta úr leik í riðlakeppninni á HM í Rússlandi, svo stærsta tapið síðan 1931 í 6-0 tapinu gegn Spáni og nú 1-2 tap gegn Norður Makedóníu, sem er í 65. sæti heimslistans.“ „Restin af heiminum er að hlæja að okkur og ef Löw væri þjálfari í félagi í Bundesligunni þá væri hann búinn að missa starfið, og réttilega. Og ef Löw fattar það ekki sjálfur og hættir þá þarf þýska knattspyrnusambandið að stíga niður og setja ekki EM í hættu.“ „Ralf Rangnick og Stefan Kuntz þjálfari U21 árs landsliðsins eru báðir á lausu,“ bætti Matthias við. Oliver Fritsch, blaðamaður á Die Zeit, einbeitti sér hins vegar að færinu sem Timo Werner klúðraði skömmu áður en Norður Makedónía skoraði annað mark sitt. „Á, Timo,“ skrifaði hann. „Varamanninum mistókst að skora á ótrúlegan hátt og þetta er eitthvað sem mun lifa í minningunni lengi. Autt markið, ellefu metrum frá,“ skrifaði Oliver. „Internetið mun aldrei gleyma þessu færi.“ 'It's over Jogi' – German press reacts to historic World Cup qualifying defeat by North Macedonia https://t.co/QEP881M6qJ— Guardian sport (@guardian_sport) April 1, 2021
Þýski boltinn HM 2022 í Katar EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira