Á fimmta tug mætt á sóttkvíarhótelið og óvíst hvort fólkið megi fara út af herbergjum sínum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. apríl 2021 18:56 Örvar Rafnsson og Áslaug Yngvadóttir eru umsjónarmenn sóttkvíarhótelsins. VÍSIR/ARNAR HALLDÓRSSON Á fimmta tug hafa nú skráð sig inn á sóttkvíarhótelið við Þórunnartún sem var opnað í morgun. Önnur flugvél er væntanleg til landsins í kvöld og bætist þá í hópinn. Umsjónarmaður hótelsins segir óvíst hvort fólkið muni megi fara út af herbergjum sínum eða ekki. Unnið sé að útfærslu reglna. Samhliða hertum sóttvarnarráðstöfunum á landamærum sem tóku gildi á miðnætti var sóttkvíarhótelið við Þórunnartún opnað í morgun. Samkvæmt reglunum þurfa þeir sem koma hingað til lands frá skilgreindum áhættusvæðum að fara á hótelið á milli fyrri og seinni sýnatöku. Það eru Sjúkratryggingar sem leigja húsnæðið undir starfsemina en Rauði krossinn hefur umsjón með hótelinu og þjónustar gesti þess. Fyrstu tveir gestirnir komu frá London í morgun. Þá komu átján gestir upp úr hádegi sem komu frá Frankfurt. Frá sóttkvíarhótelinu í dag.VÍSIR/ARNAR HALLDÓRSSON „Þetta er ekki búið að vera snurðulaust. Við erum alveg að læra af mistökunum en við vorum svolítið heppin að fyrsta vélin var bara með tvo og svo fengum við átján þannig við fengum að gera mistök án þess að væri eitthvað rosalega mikið stress,“ segir Áslaug Ellen Yngvadóttir, umsjónarmaður sóttkvíarhótelsins. Heilt yfir hafi þó gengið vel. Búið er að ráða tæplega áttatíu starfsmenn á hótelið. Starfsmennirnir voru að klæða sig í búnaðinn þegar fréttastofu bar að garði upp úr klukkan fimm í dag. Skömmu síðar komu um 38 gestir á hótelið. Frá sóttkvíarhótelinu í dag.VÍSIR/ARNAR HALLDÓRSSON „Þau þurfa að fara yfir hjá hvort öðru hvort allt sé rétt gert og við hjá þeim því við þurfum náttúrulega að huga vel að sóttvörnum okkar starfsmanna,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa. Von er á fleiri gestum í kvöld. „Svo kemur önnur vel seinna í kvöld og þá koma örugglega yfir hundrað manns þannig þetta verður langur og strangur dagur hjá okkur hérna á hótelinu,“ segir Örvar Rafnsson, umsjónarmaður sóttkvíarhótelsins. Frá sóttkvíarhótelinu í dag. VÍSIR/ARNAR HALLDÓRSSON Og hvað má fólk gera á hótelinu? „Bara njóta og lifa rólega í sóttkví. Það er eiginlega það sem má gera,“ segir Áslaug. Má fólk fara út af herberginu sínu? „Við vorum bara að opna í dag og það eru hlutir sem eru enn ekki komnir á hreint. Við erum að vinna í því að útfæra það hvernig það verður, ef það verður leyft. Þetta er flókið, þetta er stórt hótel og það verður mjög mikið af fólki hérna og við þurfum að tryggja öryggi okkar gesta. Það geta líka verið hópar að koma á sama tíma, rútur að koma, þetta er mjög flókið mál þannig að við erum bara að vinna í því hvernig það verður?,“ segir Áslaug. Þannig það er ekki alveg komið á hreint hvernig það verður? „Í rauninni ekki,“ segir Áslaug. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Von er á allt að þrjú hundruð manns frá dökk rauðum eða gráum löndum Fyrstu tveir farþegarnir komu á sóttkvíarhótelið í Reykjavík í morgun, í samræmi við nýjar sóttvarnareglur reglur sem tóku gildi í dag. Samkvæmt reglunum þurfa þeir sem koma hingað til lands frá skilgreindum áhættusvæðum að fara á sóttkvíarhótel á milli fyrri og seinni sýnatöku. Von er á allt að þrjú hundruð manns á sóttkvíarhótelið í dag. 1. apríl 2021 13:23 Fyrstu gestirnir mættir á sóttkvíarhótelið við Þórunnartún Fyrsta sóttkvíarhótelið var opnað í morgun í tengslum við hertar sóttvarnarráðstafanir á landamærum. Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún hefur nú verið opnað en hertar reglur tóku gildi á miðnætti. 1. apríl 2021 12:48 Sjö hundruð hótelherbergi fyrir fólk í sóttkví Gert er ráð fyrir að sjö hundruð herbergi verði nýtt fyrir þá sem verða skikkaðir í sóttkví á hóteli eftir komuna til landsins. Forstjóri Sjúkratrygginga segir greiðslur farþega vega þungt í heildarkostnaði. 31. mars 2021 19:01 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira
Samhliða hertum sóttvarnarráðstöfunum á landamærum sem tóku gildi á miðnætti var sóttkvíarhótelið við Þórunnartún opnað í morgun. Samkvæmt reglunum þurfa þeir sem koma hingað til lands frá skilgreindum áhættusvæðum að fara á hótelið á milli fyrri og seinni sýnatöku. Það eru Sjúkratryggingar sem leigja húsnæðið undir starfsemina en Rauði krossinn hefur umsjón með hótelinu og þjónustar gesti þess. Fyrstu tveir gestirnir komu frá London í morgun. Þá komu átján gestir upp úr hádegi sem komu frá Frankfurt. Frá sóttkvíarhótelinu í dag.VÍSIR/ARNAR HALLDÓRSSON „Þetta er ekki búið að vera snurðulaust. Við erum alveg að læra af mistökunum en við vorum svolítið heppin að fyrsta vélin var bara með tvo og svo fengum við átján þannig við fengum að gera mistök án þess að væri eitthvað rosalega mikið stress,“ segir Áslaug Ellen Yngvadóttir, umsjónarmaður sóttkvíarhótelsins. Heilt yfir hafi þó gengið vel. Búið er að ráða tæplega áttatíu starfsmenn á hótelið. Starfsmennirnir voru að klæða sig í búnaðinn þegar fréttastofu bar að garði upp úr klukkan fimm í dag. Skömmu síðar komu um 38 gestir á hótelið. Frá sóttkvíarhótelinu í dag.VÍSIR/ARNAR HALLDÓRSSON „Þau þurfa að fara yfir hjá hvort öðru hvort allt sé rétt gert og við hjá þeim því við þurfum náttúrulega að huga vel að sóttvörnum okkar starfsmanna,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa. Von er á fleiri gestum í kvöld. „Svo kemur önnur vel seinna í kvöld og þá koma örugglega yfir hundrað manns þannig þetta verður langur og strangur dagur hjá okkur hérna á hótelinu,“ segir Örvar Rafnsson, umsjónarmaður sóttkvíarhótelsins. Frá sóttkvíarhótelinu í dag. VÍSIR/ARNAR HALLDÓRSSON Og hvað má fólk gera á hótelinu? „Bara njóta og lifa rólega í sóttkví. Það er eiginlega það sem má gera,“ segir Áslaug. Má fólk fara út af herberginu sínu? „Við vorum bara að opna í dag og það eru hlutir sem eru enn ekki komnir á hreint. Við erum að vinna í því að útfæra það hvernig það verður, ef það verður leyft. Þetta er flókið, þetta er stórt hótel og það verður mjög mikið af fólki hérna og við þurfum að tryggja öryggi okkar gesta. Það geta líka verið hópar að koma á sama tíma, rútur að koma, þetta er mjög flókið mál þannig að við erum bara að vinna í því hvernig það verður?,“ segir Áslaug. Þannig það er ekki alveg komið á hreint hvernig það verður? „Í rauninni ekki,“ segir Áslaug.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Von er á allt að þrjú hundruð manns frá dökk rauðum eða gráum löndum Fyrstu tveir farþegarnir komu á sóttkvíarhótelið í Reykjavík í morgun, í samræmi við nýjar sóttvarnareglur reglur sem tóku gildi í dag. Samkvæmt reglunum þurfa þeir sem koma hingað til lands frá skilgreindum áhættusvæðum að fara á sóttkvíarhótel á milli fyrri og seinni sýnatöku. Von er á allt að þrjú hundruð manns á sóttkvíarhótelið í dag. 1. apríl 2021 13:23 Fyrstu gestirnir mættir á sóttkvíarhótelið við Þórunnartún Fyrsta sóttkvíarhótelið var opnað í morgun í tengslum við hertar sóttvarnarráðstafanir á landamærum. Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún hefur nú verið opnað en hertar reglur tóku gildi á miðnætti. 1. apríl 2021 12:48 Sjö hundruð hótelherbergi fyrir fólk í sóttkví Gert er ráð fyrir að sjö hundruð herbergi verði nýtt fyrir þá sem verða skikkaðir í sóttkví á hóteli eftir komuna til landsins. Forstjóri Sjúkratrygginga segir greiðslur farþega vega þungt í heildarkostnaði. 31. mars 2021 19:01 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira
Von er á allt að þrjú hundruð manns frá dökk rauðum eða gráum löndum Fyrstu tveir farþegarnir komu á sóttkvíarhótelið í Reykjavík í morgun, í samræmi við nýjar sóttvarnareglur reglur sem tóku gildi í dag. Samkvæmt reglunum þurfa þeir sem koma hingað til lands frá skilgreindum áhættusvæðum að fara á sóttkvíarhótel á milli fyrri og seinni sýnatöku. Von er á allt að þrjú hundruð manns á sóttkvíarhótelið í dag. 1. apríl 2021 13:23
Fyrstu gestirnir mættir á sóttkvíarhótelið við Þórunnartún Fyrsta sóttkvíarhótelið var opnað í morgun í tengslum við hertar sóttvarnarráðstafanir á landamærum. Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún hefur nú verið opnað en hertar reglur tóku gildi á miðnætti. 1. apríl 2021 12:48
Sjö hundruð hótelherbergi fyrir fólk í sóttkví Gert er ráð fyrir að sjö hundruð herbergi verði nýtt fyrir þá sem verða skikkaðir í sóttkví á hóteli eftir komuna til landsins. Forstjóri Sjúkratrygginga segir greiðslur farþega vega þungt í heildarkostnaði. 31. mars 2021 19:01