Sjö hundruð hótelherbergi fyrir fólk í sóttkví Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. mars 2021 19:01 Frá Fosshótel við Þórunnartún. Undirbúningur stendur nú yfir en von er á fjölda farþega á morgun sem þurfa í sóttkví á hótelinu. Vísir/Sigurjón Gert er ráð fyrir að sjö hundruð herbergi verði nýtt fyrir þá sem verða skikkaðir í sóttkví á hóteli eftir komuna til landsins. Forstjóri Sjúkratrygginga segir greiðslur farþega vega þungt í heildarkostnaði. Fullir kassar af grímum, hlífðarfötum og sprittbrúsum blasa við þegar gengið er inn á Fosshótel við Þórunnartún enda er verið að búa hótelið undir komu flugfarþega sem verða skikkaðir í sóttkví þar á morgun þegar nýjar landamærareglur taka gildi. Allir sem ekki eru bólusettir eða með vottorð um fyrri sýkingu sem koma með vélum frá Póllandi, Hollandi og Svíþjóð á morgun fara á hótelið. Á föstudag bætast við fleiri farþegar frá Póllandi. Þegar hótelið fyllist verður hótel í Reykjanesbæ tekið í notkun og unnið er að samningum við BB hótel á Ásbrú. Þá hefur verið samið við Hótel Hallormsstað á Egilsstöðum fyrir farþega úr Norrænu og annað hótel verður á Akureyri. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.vísir/Egill „Okkur var falið að útvega sjö hundruð rými á fjórum stöðum á landinu. Við erum núna komin með rúmlega fjögur hundruð og erum að ganga frá samningum um það sem upp á vantar,“ segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, og bætir við að fjöldi herbergja sé miðaður við áætlaðan fjölda ferðamanna. Heildarkostnaður hins opinbera liggur ekki fyrir og er breytilegur eftir fjölda ferðamanna. Farþegar munu greiða tíu þúsund krónur á nóttina fyrir eitt herbergi og fæði. „Það sem þeir greiða vegur mjög þungt í því verði sem við höfum samið um við hótelin. Við höfum fengið þau á mjög góðu verði,“ segir María. Sjúkratryggingum Íslands var falið að semja um og útvega alla þjónustu sem tengist verkefninu. „Það eru þá hótelrými og mannskapur og aðkoma Rauða krossins. Einnig fæði og rútuferðir að hótelinu og skimun á fimmta degi auk almennrar heilbrigðisþjónustu við íbúa þannig að ekki þurfi að flytja þá til læknis út af einhverju smálegu,“ segir María. Hótelin, sem eru kölluð sóttkvíarhótel á meðan þau eru nýtt fyrir ferðamenn í sóttkví, verða á fjórum stöðum á landinu.vísir Hún segir undirbúninginn hafa gengið vel. „Þökk sé okkar frábæru samnings- og samstarfsaðilum og þar eru fremstir í flokki starfsmenn Rauða krossins sem í rauninni gera þetta allt saman mögulegt.“ Spánn var í dag tekinn út af lista yfir áhættusvæði en landið rataði upphaflega á listann þar sem upplýsingar skorti um stöðu faraldursins í einungis einu héraði. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segir nauðsynlegt að skikka einnig þá sem eru búsettir hér á landi á hótel þar sem erfitt sé að meta sérstaklega hverjum þurfi að fylgjast betur með. „Bara til þess að ná góðum tökum á þessu eins og staðan er núna. Á meðan við erum að reyna kveða þennan faraldur innanlands alveg niður held ég að við þurfum að gera þetta svona,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Fullir kassar af grímum, hlífðarfötum og sprittbrúsum blasa við þegar gengið er inn á Fosshótel við Þórunnartún enda er verið að búa hótelið undir komu flugfarþega sem verða skikkaðir í sóttkví þar á morgun þegar nýjar landamærareglur taka gildi. Allir sem ekki eru bólusettir eða með vottorð um fyrri sýkingu sem koma með vélum frá Póllandi, Hollandi og Svíþjóð á morgun fara á hótelið. Á föstudag bætast við fleiri farþegar frá Póllandi. Þegar hótelið fyllist verður hótel í Reykjanesbæ tekið í notkun og unnið er að samningum við BB hótel á Ásbrú. Þá hefur verið samið við Hótel Hallormsstað á Egilsstöðum fyrir farþega úr Norrænu og annað hótel verður á Akureyri. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.vísir/Egill „Okkur var falið að útvega sjö hundruð rými á fjórum stöðum á landinu. Við erum núna komin með rúmlega fjögur hundruð og erum að ganga frá samningum um það sem upp á vantar,“ segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, og bætir við að fjöldi herbergja sé miðaður við áætlaðan fjölda ferðamanna. Heildarkostnaður hins opinbera liggur ekki fyrir og er breytilegur eftir fjölda ferðamanna. Farþegar munu greiða tíu þúsund krónur á nóttina fyrir eitt herbergi og fæði. „Það sem þeir greiða vegur mjög þungt í því verði sem við höfum samið um við hótelin. Við höfum fengið þau á mjög góðu verði,“ segir María. Sjúkratryggingum Íslands var falið að semja um og útvega alla þjónustu sem tengist verkefninu. „Það eru þá hótelrými og mannskapur og aðkoma Rauða krossins. Einnig fæði og rútuferðir að hótelinu og skimun á fimmta degi auk almennrar heilbrigðisþjónustu við íbúa þannig að ekki þurfi að flytja þá til læknis út af einhverju smálegu,“ segir María. Hótelin, sem eru kölluð sóttkvíarhótel á meðan þau eru nýtt fyrir ferðamenn í sóttkví, verða á fjórum stöðum á landinu.vísir Hún segir undirbúninginn hafa gengið vel. „Þökk sé okkar frábæru samnings- og samstarfsaðilum og þar eru fremstir í flokki starfsmenn Rauða krossins sem í rauninni gera þetta allt saman mögulegt.“ Spánn var í dag tekinn út af lista yfir áhættusvæði en landið rataði upphaflega á listann þar sem upplýsingar skorti um stöðu faraldursins í einungis einu héraði. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segir nauðsynlegt að skikka einnig þá sem eru búsettir hér á landi á hótel þar sem erfitt sé að meta sérstaklega hverjum þurfi að fylgjast betur með. „Bara til þess að ná góðum tökum á þessu eins og staðan er núna. Á meðan við erum að reyna kveða þennan faraldur innanlands alveg niður held ég að við þurfum að gera þetta svona,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent