Íslenski boltinn

Fylkir fær leik­mann á láni frá Val

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fylkir heldur áfram að sækja unga og efnilega leikmenn.
Fylkir heldur áfram að sækja unga og efnilega leikmenn. Vísir/Bára

Hin unga og efnilega Emma Steinsen Jónsdóttir mun leika með Fylki í Pepsi Max-deild kvenna í sumar. Hún er annar leikmaðurinn sem Fylkir sækir á skömmum tíma sem lék með Gróttu á síðustu leiktíð.

Emma Steinsen var lykilmaður í öflugu liði Gróttu þrátt fyrir ungan aldur. Liðið endaði um miðja deild og kom verulega á óvart enda nýliði í deildinni. Alls lék Emma 16 af 17 deildarleikjum liðsins. Hún á að baki sjö leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Hún var á láni frá Val og mun það sama gilda um samning hennar við Fylki. Árbæingar fengu Tinnu Brá Magnúsdóttir, markvörð Gróttu á síðustu leiktíð, nýverið í sínar raðir og því ljóst að planið er að byggja áfram upp á ungum og efnilegum leikmönnum í Árbænum.

Fylkir fer í Kópavoginn í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar og sækir þar Íslandsmeistara Breiðabliks heim.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.