Fótbolti

Fínt að spila oftar gegn Liechten­stein því þá næ ég að skora eitt­hvað

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Birkir Már fagnar marki sínu í kvöld.
Birkir Már fagnar marki sínu í kvöld. EPA-EFE/CHRISTIAN MERZ

Birkir Már Sævarsson var léttur í lund er hann mætti í viðtal eftir 4-1 sigur Íslands gegn Liechtenstein í undankeppni HM fyrr í kvöld. Bakvörðurinn skoraði fyrsta mark Íslands í leiknum.

Um var að ræða hans þriðja landsliðsmark á ferlinum en tvö þeirra hafa nú komið gegn Liechtenstein.

„Þetta var eins og við bjuggumst við; þeir voru þéttir til baka, við þurftum að vera þolinmóðir og finna lausnir,“ sagði Valsarinn að leik loknum.

„Það er kannski fínt að spila oftar gegn Liechtenstein því þá næ ég að skora eitthvað,“ sagði Birkir Már um þá staðreynd að tvö af þremur mörkum hans með landsliðinu hafa komið gegn Liechtenstein.

„Þetta var í raun alveg eins og við bjuggumst við og lögðum upp með. Þeir voru þéttir til baka, það er erfitt að brjóta lið niður sem liggja svona lágt og eru þéttir. Það verður erfitt að finna glufur en það opnaðist aðeins þegar við fórum að fara meira á bakvið þá.“

„Þetta var mjög stuttur undurbúningur og mikið af leikjum. Þjálfarateymið er að koma sínum áherslum að og búið að ganga fínt að æfa þetta hingað til. Verður bara betra og betra með hverjum leiknum sem líður,“ sagði markamaskínan Birkir Már Sævarsson að endingu um þennan skrítna landsliðsglugga þar sem Ísland lék þrjá leiki á innan við viku.


Tengdar fréttir

Umfjöllun: Liechtenstein - Ísland 1-4 | Kærkominn sigur í Vaduz

Ísland vann kærkominn sigur á Liechtenstein, 1-4, þegar liðin áttust við á Rheinpark Stadion í Vaduz í kvöld. Birkir Már Sævarsson, Birkir Bjarnason, Guðlaugur Victor Pálsson og Rúnar Már Sigurjónsson (víti) skoruðu mörk Íslendinga. Yanik Frick skoraði mark Liechtensteina beint úr hornspyrnu.

Mikil­vægt að fá fyrstu þrjú stigin

Birkir Bjarnason, einn markaskorara Íslands í 4-1 sigri gegn Liechtenstein, sagði mikilvægast að hafa náð í þrjú stig úr leik kvöldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×