Leita að þeim sem kveiktu eld nærri Reykholti Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2021 20:37 Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Vísir/Egill Töluverður viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum á Suðurlandi í kvöld þegar tilkynning um mögulegan eld í sumarhúsi skammt frá Reykholti í Árnessýslu í kvöld. Svo virðist sem að um brennu hafi verið að ræða og er þeirra sem kveiktu hana nú leitað. Þeir gætu þurft að greiða fyrir útkall slökkviliðs og lögreglu. Tilkynning barst slökkviliði um klukkan hálf átta í kvöld. Þá hafði mikill svartur reykur sést við Tjarnarveg í sumarhúsabyggð nærri Reykholti. Dælubílar frá Reykholti og Flúðum, tankbíll frá Selfossi auk lögreglu- og sjúkrabíls frá Selfossi voru sendir á staðin, að sögn Péturs Péturssonar, slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu. Aðeins um tíu mínútum síðar kom í ljós að einhver hafði kveikt í brennu og voru viðbragðsaðilar því afturkallaðir. Pétur segir að svo virðist sem að reykurinn hafi gosið upp þegar olíu var helt á bálköst. Brennur eru bannaðar en leyfilegt er að brenna varðelda ef þeir eru litlir og viður hreinn. Pétur segir að mikill svartur reykur gjósi ekki upp frá slíkum varðeldum. Kannað verði hver stóð fyrir eldinum og hvers eðlis hann var. Lögregla gæti gefið út kæru ef talið sé að gengið hafi verið of langt. „Mögulega þarf viðkomandi að borga fyrir útkallið. Svona útkall getur skipt hundruðum þúsunda [króna] í kostnað fyrir sveitarfélögin. Þá er bara sjálfsagt að sá sem brýtur af sér borgi fyrir það,“ segir Pétur. Hann leggur áherslu á að þeir sem kveikja varðelda láti slökkvilið vita, ekki síst með tilliti til almannaöryggis. Það myndist alltaf hætta þegar stór og mikil tæki eins og slökkviliðsbílar fara af stað í forgangi út í umferðina. „Sem betur fer láta flestir okkur vita þannig að við förum ekki af stað með mikið viðbragð með tilheyrandi hættu,“ segir Pétur. Bláskógabyggð Slökkvilið Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira
Tilkynning barst slökkviliði um klukkan hálf átta í kvöld. Þá hafði mikill svartur reykur sést við Tjarnarveg í sumarhúsabyggð nærri Reykholti. Dælubílar frá Reykholti og Flúðum, tankbíll frá Selfossi auk lögreglu- og sjúkrabíls frá Selfossi voru sendir á staðin, að sögn Péturs Péturssonar, slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu. Aðeins um tíu mínútum síðar kom í ljós að einhver hafði kveikt í brennu og voru viðbragðsaðilar því afturkallaðir. Pétur segir að svo virðist sem að reykurinn hafi gosið upp þegar olíu var helt á bálköst. Brennur eru bannaðar en leyfilegt er að brenna varðelda ef þeir eru litlir og viður hreinn. Pétur segir að mikill svartur reykur gjósi ekki upp frá slíkum varðeldum. Kannað verði hver stóð fyrir eldinum og hvers eðlis hann var. Lögregla gæti gefið út kæru ef talið sé að gengið hafi verið of langt. „Mögulega þarf viðkomandi að borga fyrir útkallið. Svona útkall getur skipt hundruðum þúsunda [króna] í kostnað fyrir sveitarfélögin. Þá er bara sjálfsagt að sá sem brýtur af sér borgi fyrir það,“ segir Pétur. Hann leggur áherslu á að þeir sem kveikja varðelda láti slökkvilið vita, ekki síst með tilliti til almannaöryggis. Það myndist alltaf hætta þegar stór og mikil tæki eins og slökkviliðsbílar fara af stað í forgangi út í umferðina. „Sem betur fer láta flestir okkur vita þannig að við förum ekki af stað með mikið viðbragð með tilheyrandi hættu,“ segir Pétur.
Bláskógabyggð Slökkvilið Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira