Newcastle United og Tottenham gerðu 2-2 jafntefli er liðin mættust á St. James´s Park í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Joelinton kom Newcastle yfir á 28. mínútu en Harry Kane jafnaði eftir glæpsamlegan varnarleik heimamanna skömmu síðar. Kane bætti svo við öðru marki sínu og öðru marki Tottenham á 34. mínútu.
Staðan orðin 2-1 gestunum í vil og þannig var hún í hálfleik. Í síðari hálfleik lögðust Tottenham til baka og buðu hættunni einfaldlega heim. Á endanum fór það svo að Newcastle jafnaði en Joseph Willock þrumaði knettinum í slá og inn þegar aðeins fimm mínútur voru til leiksloka.
Ninth goal Spurs have conceded after the 80th minute in the league this season.
— Miguel Delaney (@MiguelDelaney) April 4, 2021
All but one of the previous eight have been crucial to the final result (an equaliser or match-winner).
Staðan orðin 2-2 en það var eins og leikmenn Tottenham væru einfaldlega að bíða eftir jöfnunarmarkinu þar sem Newcastle fékk fjölda færa til að jafna metin. Alls áttu heimamenn yfir 20 skot í leiknum þó ekki öll þeirra hafi ratað á markið.
Mikilvægt stig fyrir Newcastle í fallbaráttunni en Tottenham hefði komist í Meistaradeildarsæti með sigri.
Concede 86th minute equalizer to Arsenal-loanee Joe Willock
— B/R Football (@brfootball) April 4, 2021
Miss chance to move into top four
Spurs mood: pic.twitter.com/8rwgFhNmfu
Þess í stað eru lærisveinar José Mourinho í 5. sæti með 49 stig, tveimur minna en Chelsea sem er sæti ofar. Newcastle er í 17. sæti, þremur stigum fyrir ofan fallsæti.