Liverpool keyrði yfir Arsenal í seinni hálfleik

Diogo Jota skoraði tvö mörk í kvöld.
Diogo Jota skoraði tvö mörk í kvöld. Catherine Ivill/Getty Images

Liverpool vann í kvöld mikilvægan sigur gegn Arsenal í baráttunni um meistaradeildarsæti. Lokatölur 0-3, en það voru Diogo Jota og Mohamed Salah sem sáu um markaskorunina.

Það var frekar dauft yfir mönnum í fyrri hálfleik á Emirates leikvangnum þegar Liverpool sótti Arsenal heim. Hvorugt liðið skapaði sér alvöru færi og staðan því 0-0 þegar gengið var til búningsherbergja.

Á 64. mínútu dró loksins til tíðinda þegar Trent Alexander-Arnold átti frábæra fyrirgjöf, beint á kollinn á varamanninn Diogo Jota sem skallaði boltann í netið.

Það liðu ekki nema fjórar mínútur þangað til að Liverpool var búið að tvöfalda forystunna. Mohamed Salah var þá á ferðinni, en hann var að skora sitt átjánda mark í ensku úrvaldseildinni.

Diogo Jota var svo aftur á ferðinni á 82. mínútu þegar hann innsiglaði sigur gestanna eftir stoðsendingu frá Sadio Mane.

Stákarnir frá Liverpool eru því komnir upp í fimmta sæti, aðeins tveim stigum á eftir Chelsea í því fjórða.

Arsenal er enn í níunda sæti með 42 stig, níu stigum á eftir Chelsea í fjórða sæti og því verður að teljast mjög erfitt verkefni fyrir Arteta og hans menn að reyna að gera atlögu að sæti í Meistaradeildinni.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira