Missir af mikilvægum leikjum gegn Englandi og Paris Saint-Germain Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. mars 2021 19:00 Lewandowski verður frá næstu fjórar vikur eða svo. EPA-EFE/LUKAS BARTH-TUTTAS Pólski framherjinn Robert Lewandowski verður frá næstu fjórar vikurnar vegna meiðsla á hné. Mun hann missa af landsleik Póllands og Englands á morgun sem og einvígi Bayern München og PSG í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Lewandowski er talinn einn besti framherji heims um þessar mundir og var til að mynda valinn leikmaður ársins 2020 af Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA. Hinn 32 ára gamli Lewandowski hefur haldið sínu striki á þessu tímabili og skorað hvert markið á fætur öðru. Hefur hann skorað 35 mörk í 25 leikjum í þýsku úrvaldsdeildinni ásamt því að leggja upp sex til viðbótar. Þá hefur hann skorað fimm mörk í sex leikjum í Meistaradeild Evrópu og tvö í tveimur leikjum á HM félagsliða. Bayern greindi frá því á samfélagsmiðlum sínum í dag að Lewandowski yrði frá næstu vikurnar og þar með er ljóst að hann missir af stórleik Englands og Póllands á Wembley í Lundúnum á morgun. Robert Lewandowski has suffered sprained ligaments in his right knee. The striker will be out for around four weeks. pic.twitter.com/aK7lPgso3g— FC Bayern English (@FCBayernEN) March 30, 2021 Einnig mun hann missa af næstu leikjum Bæjara vegna meiðslanna og þar á meðal einvígisins gegn PSG í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Um er að ræða liðin sem mættust í úrslitum á síðustu leiktíð en þar höfðu Bayern betur 1-0 þökk sé marki Kingsley Coman. Sigurvegar einvígisins mun svo mæta Manchester City eða Borussia Dortmund í undanúrslitum. Leikur Englands og Póllands er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2 annað kvöld 18.35. Sama á við um rimmu Bayern og PSG þegar þar að kemur. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu HM 2022 í Katar Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Sjá meira
Lewandowski er talinn einn besti framherji heims um þessar mundir og var til að mynda valinn leikmaður ársins 2020 af Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA. Hinn 32 ára gamli Lewandowski hefur haldið sínu striki á þessu tímabili og skorað hvert markið á fætur öðru. Hefur hann skorað 35 mörk í 25 leikjum í þýsku úrvaldsdeildinni ásamt því að leggja upp sex til viðbótar. Þá hefur hann skorað fimm mörk í sex leikjum í Meistaradeild Evrópu og tvö í tveimur leikjum á HM félagsliða. Bayern greindi frá því á samfélagsmiðlum sínum í dag að Lewandowski yrði frá næstu vikurnar og þar með er ljóst að hann missir af stórleik Englands og Póllands á Wembley í Lundúnum á morgun. Robert Lewandowski has suffered sprained ligaments in his right knee. The striker will be out for around four weeks. pic.twitter.com/aK7lPgso3g— FC Bayern English (@FCBayernEN) March 30, 2021 Einnig mun hann missa af næstu leikjum Bæjara vegna meiðslanna og þar á meðal einvígisins gegn PSG í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Um er að ræða liðin sem mættust í úrslitum á síðustu leiktíð en þar höfðu Bayern betur 1-0 þökk sé marki Kingsley Coman. Sigurvegar einvígisins mun svo mæta Manchester City eða Borussia Dortmund í undanúrslitum. Leikur Englands og Póllands er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2 annað kvöld 18.35. Sama á við um rimmu Bayern og PSG þegar þar að kemur. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu HM 2022 í Katar Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Sjá meira