Svona var blaðamannafundur Arnars og Arons í Liechtenstein Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2021 10:30 Arnar Þór Viðarsson hefur haft í nógu að snúast í sínu fyrsta landsliðsverkefni. EPA-EFE/Friedemann Vogel Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Liechtenstein eftir nokkuð stormasama daga í sínu fyrsta landsliðsverkefni. Ísland mætir Liechtenstein á morgun í þriðja leiknum í undankeppni HM, eftir 3-0 tap gegn Þýskalandi og 2-0 tap gegn Armeníu. Beina textalýsingu með öllu því helsta sem fram kom á fundinum má sjá hér að neðan en fundurinn var einnig sýndur á Youtube. Á fundinum kom meðal annars fram að Kolbeinn Sigþórsson hefði handarbrotnað í leiknum við Armeníu. Ragnar Sigurðsson meiddist í upphitun fyrir þann leik og Albert Guðmundsson er í leikbanni á morgun. Því ákvað Arnar að kalla á fjóra fyrrverandi lærisveina sína úr U21-landsliðinu en ekki er alveg ljóst hvaða hlutverk þeir fá. Það skýrist af ástandi leikmanna þegar nær dregur leiknum á morgun. Arnar tjáði sig einnig um mál Viðars Arnar Kjartanssonar og sagði vel koma til greina að ræða við Viðar eftir landsleikinn á morgun, til að hreinsa loftið. Aron Einar sagði umræðuna um Viðar ekki hafa áhrif á hópinn þó að vissulega yrðu menn varir við fréttaflutninginn. Hann harmaði það að Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, skyldi dylgja um samband Gylfa Þórs Sigurðssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen, og sagði meðal annars: „Mér finnst það skítkast og veit ekki hvað skal segja um það. Auðvitað hikstar liðið og þá er reynt að finna einhverja punkta til að tala um. En að koma með svona sögu út í loftið, sem er ekki rétt, finnst mér galið og kjánalegt. Við eigum skilið að vera gagnrýndir, það er mikilvægt fyrir okkur, en að búa til sögur sem eru ekki sannar, til að auglýsa eitthvað, finnst mér fáránlegt.“ Frekari upplýsingar af fundinum má finna í textalýsingunni hér að neðan.
Ísland mætir Liechtenstein á morgun í þriðja leiknum í undankeppni HM, eftir 3-0 tap gegn Þýskalandi og 2-0 tap gegn Armeníu. Beina textalýsingu með öllu því helsta sem fram kom á fundinum má sjá hér að neðan en fundurinn var einnig sýndur á Youtube. Á fundinum kom meðal annars fram að Kolbeinn Sigþórsson hefði handarbrotnað í leiknum við Armeníu. Ragnar Sigurðsson meiddist í upphitun fyrir þann leik og Albert Guðmundsson er í leikbanni á morgun. Því ákvað Arnar að kalla á fjóra fyrrverandi lærisveina sína úr U21-landsliðinu en ekki er alveg ljóst hvaða hlutverk þeir fá. Það skýrist af ástandi leikmanna þegar nær dregur leiknum á morgun. Arnar tjáði sig einnig um mál Viðars Arnar Kjartanssonar og sagði vel koma til greina að ræða við Viðar eftir landsleikinn á morgun, til að hreinsa loftið. Aron Einar sagði umræðuna um Viðar ekki hafa áhrif á hópinn þó að vissulega yrðu menn varir við fréttaflutninginn. Hann harmaði það að Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, skyldi dylgja um samband Gylfa Þórs Sigurðssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen, og sagði meðal annars: „Mér finnst það skítkast og veit ekki hvað skal segja um það. Auðvitað hikstar liðið og þá er reynt að finna einhverja punkta til að tala um. En að koma með svona sögu út í loftið, sem er ekki rétt, finnst mér galið og kjánalegt. Við eigum skilið að vera gagnrýndir, það er mikilvægt fyrir okkur, en að búa til sögur sem eru ekki sannar, til að auglýsa eitthvað, finnst mér fáránlegt.“ Frekari upplýsingar af fundinum má finna í textalýsingunni hér að neðan.
HM 2022 í Katar Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Jon Dahl rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Sjá meira