Svona var blaðamannafundur Arnars og Arons í Liechtenstein Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2021 10:30 Arnar Þór Viðarsson hefur haft í nógu að snúast í sínu fyrsta landsliðsverkefni. EPA-EFE/Friedemann Vogel Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Liechtenstein eftir nokkuð stormasama daga í sínu fyrsta landsliðsverkefni. Ísland mætir Liechtenstein á morgun í þriðja leiknum í undankeppni HM, eftir 3-0 tap gegn Þýskalandi og 2-0 tap gegn Armeníu. Beina textalýsingu með öllu því helsta sem fram kom á fundinum má sjá hér að neðan en fundurinn var einnig sýndur á Youtube. Á fundinum kom meðal annars fram að Kolbeinn Sigþórsson hefði handarbrotnað í leiknum við Armeníu. Ragnar Sigurðsson meiddist í upphitun fyrir þann leik og Albert Guðmundsson er í leikbanni á morgun. Því ákvað Arnar að kalla á fjóra fyrrverandi lærisveina sína úr U21-landsliðinu en ekki er alveg ljóst hvaða hlutverk þeir fá. Það skýrist af ástandi leikmanna þegar nær dregur leiknum á morgun. Arnar tjáði sig einnig um mál Viðars Arnar Kjartanssonar og sagði vel koma til greina að ræða við Viðar eftir landsleikinn á morgun, til að hreinsa loftið. Aron Einar sagði umræðuna um Viðar ekki hafa áhrif á hópinn þó að vissulega yrðu menn varir við fréttaflutninginn. Hann harmaði það að Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, skyldi dylgja um samband Gylfa Þórs Sigurðssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen, og sagði meðal annars: „Mér finnst það skítkast og veit ekki hvað skal segja um það. Auðvitað hikstar liðið og þá er reynt að finna einhverja punkta til að tala um. En að koma með svona sögu út í loftið, sem er ekki rétt, finnst mér galið og kjánalegt. Við eigum skilið að vera gagnrýndir, það er mikilvægt fyrir okkur, en að búa til sögur sem eru ekki sannar, til að auglýsa eitthvað, finnst mér fáránlegt.“ Frekari upplýsingar af fundinum má finna í textalýsingunni hér að neðan.
Ísland mætir Liechtenstein á morgun í þriðja leiknum í undankeppni HM, eftir 3-0 tap gegn Þýskalandi og 2-0 tap gegn Armeníu. Beina textalýsingu með öllu því helsta sem fram kom á fundinum má sjá hér að neðan en fundurinn var einnig sýndur á Youtube. Á fundinum kom meðal annars fram að Kolbeinn Sigþórsson hefði handarbrotnað í leiknum við Armeníu. Ragnar Sigurðsson meiddist í upphitun fyrir þann leik og Albert Guðmundsson er í leikbanni á morgun. Því ákvað Arnar að kalla á fjóra fyrrverandi lærisveina sína úr U21-landsliðinu en ekki er alveg ljóst hvaða hlutverk þeir fá. Það skýrist af ástandi leikmanna þegar nær dregur leiknum á morgun. Arnar tjáði sig einnig um mál Viðars Arnar Kjartanssonar og sagði vel koma til greina að ræða við Viðar eftir landsleikinn á morgun, til að hreinsa loftið. Aron Einar sagði umræðuna um Viðar ekki hafa áhrif á hópinn þó að vissulega yrðu menn varir við fréttaflutninginn. Hann harmaði það að Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, skyldi dylgja um samband Gylfa Þórs Sigurðssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen, og sagði meðal annars: „Mér finnst það skítkast og veit ekki hvað skal segja um það. Auðvitað hikstar liðið og þá er reynt að finna einhverja punkta til að tala um. En að koma með svona sögu út í loftið, sem er ekki rétt, finnst mér galið og kjánalegt. Við eigum skilið að vera gagnrýndir, það er mikilvægt fyrir okkur, en að búa til sögur sem eru ekki sannar, til að auglýsa eitthvað, finnst mér fáránlegt.“ Frekari upplýsingar af fundinum má finna í textalýsingunni hér að neðan.
HM 2022 í Katar Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira