Svona var blaðamannafundur Arnars og Arons í Liechtenstein Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2021 10:30 Arnar Þór Viðarsson hefur haft í nógu að snúast í sínu fyrsta landsliðsverkefni. EPA-EFE/Friedemann Vogel Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Liechtenstein eftir nokkuð stormasama daga í sínu fyrsta landsliðsverkefni. Ísland mætir Liechtenstein á morgun í þriðja leiknum í undankeppni HM, eftir 3-0 tap gegn Þýskalandi og 2-0 tap gegn Armeníu. Beina textalýsingu með öllu því helsta sem fram kom á fundinum má sjá hér að neðan en fundurinn var einnig sýndur á Youtube. Á fundinum kom meðal annars fram að Kolbeinn Sigþórsson hefði handarbrotnað í leiknum við Armeníu. Ragnar Sigurðsson meiddist í upphitun fyrir þann leik og Albert Guðmundsson er í leikbanni á morgun. Því ákvað Arnar að kalla á fjóra fyrrverandi lærisveina sína úr U21-landsliðinu en ekki er alveg ljóst hvaða hlutverk þeir fá. Það skýrist af ástandi leikmanna þegar nær dregur leiknum á morgun. Arnar tjáði sig einnig um mál Viðars Arnar Kjartanssonar og sagði vel koma til greina að ræða við Viðar eftir landsleikinn á morgun, til að hreinsa loftið. Aron Einar sagði umræðuna um Viðar ekki hafa áhrif á hópinn þó að vissulega yrðu menn varir við fréttaflutninginn. Hann harmaði það að Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, skyldi dylgja um samband Gylfa Þórs Sigurðssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen, og sagði meðal annars: „Mér finnst það skítkast og veit ekki hvað skal segja um það. Auðvitað hikstar liðið og þá er reynt að finna einhverja punkta til að tala um. En að koma með svona sögu út í loftið, sem er ekki rétt, finnst mér galið og kjánalegt. Við eigum skilið að vera gagnrýndir, það er mikilvægt fyrir okkur, en að búa til sögur sem eru ekki sannar, til að auglýsa eitthvað, finnst mér fáránlegt.“ Frekari upplýsingar af fundinum má finna í textalýsingunni hér að neðan.
Ísland mætir Liechtenstein á morgun í þriðja leiknum í undankeppni HM, eftir 3-0 tap gegn Þýskalandi og 2-0 tap gegn Armeníu. Beina textalýsingu með öllu því helsta sem fram kom á fundinum má sjá hér að neðan en fundurinn var einnig sýndur á Youtube. Á fundinum kom meðal annars fram að Kolbeinn Sigþórsson hefði handarbrotnað í leiknum við Armeníu. Ragnar Sigurðsson meiddist í upphitun fyrir þann leik og Albert Guðmundsson er í leikbanni á morgun. Því ákvað Arnar að kalla á fjóra fyrrverandi lærisveina sína úr U21-landsliðinu en ekki er alveg ljóst hvaða hlutverk þeir fá. Það skýrist af ástandi leikmanna þegar nær dregur leiknum á morgun. Arnar tjáði sig einnig um mál Viðars Arnar Kjartanssonar og sagði vel koma til greina að ræða við Viðar eftir landsleikinn á morgun, til að hreinsa loftið. Aron Einar sagði umræðuna um Viðar ekki hafa áhrif á hópinn þó að vissulega yrðu menn varir við fréttaflutninginn. Hann harmaði það að Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, skyldi dylgja um samband Gylfa Þórs Sigurðssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen, og sagði meðal annars: „Mér finnst það skítkast og veit ekki hvað skal segja um það. Auðvitað hikstar liðið og þá er reynt að finna einhverja punkta til að tala um. En að koma með svona sögu út í loftið, sem er ekki rétt, finnst mér galið og kjánalegt. Við eigum skilið að vera gagnrýndir, það er mikilvægt fyrir okkur, en að búa til sögur sem eru ekki sannar, til að auglýsa eitthvað, finnst mér fáránlegt.“ Frekari upplýsingar af fundinum má finna í textalýsingunni hér að neðan.
HM 2022 í Katar Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Íslenski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Sjá meira