Svona var blaðamannafundur Arnars og Arons í Liechtenstein Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2021 10:30 Arnar Þór Viðarsson hefur haft í nógu að snúast í sínu fyrsta landsliðsverkefni. EPA-EFE/Friedemann Vogel Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Liechtenstein eftir nokkuð stormasama daga í sínu fyrsta landsliðsverkefni. Ísland mætir Liechtenstein á morgun í þriðja leiknum í undankeppni HM, eftir 3-0 tap gegn Þýskalandi og 2-0 tap gegn Armeníu. Beina textalýsingu með öllu því helsta sem fram kom á fundinum má sjá hér að neðan en fundurinn var einnig sýndur á Youtube. Á fundinum kom meðal annars fram að Kolbeinn Sigþórsson hefði handarbrotnað í leiknum við Armeníu. Ragnar Sigurðsson meiddist í upphitun fyrir þann leik og Albert Guðmundsson er í leikbanni á morgun. Því ákvað Arnar að kalla á fjóra fyrrverandi lærisveina sína úr U21-landsliðinu en ekki er alveg ljóst hvaða hlutverk þeir fá. Það skýrist af ástandi leikmanna þegar nær dregur leiknum á morgun. Arnar tjáði sig einnig um mál Viðars Arnar Kjartanssonar og sagði vel koma til greina að ræða við Viðar eftir landsleikinn á morgun, til að hreinsa loftið. Aron Einar sagði umræðuna um Viðar ekki hafa áhrif á hópinn þó að vissulega yrðu menn varir við fréttaflutninginn. Hann harmaði það að Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, skyldi dylgja um samband Gylfa Þórs Sigurðssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen, og sagði meðal annars: „Mér finnst það skítkast og veit ekki hvað skal segja um það. Auðvitað hikstar liðið og þá er reynt að finna einhverja punkta til að tala um. En að koma með svona sögu út í loftið, sem er ekki rétt, finnst mér galið og kjánalegt. Við eigum skilið að vera gagnrýndir, það er mikilvægt fyrir okkur, en að búa til sögur sem eru ekki sannar, til að auglýsa eitthvað, finnst mér fáránlegt.“ Frekari upplýsingar af fundinum má finna í textalýsingunni hér að neðan.
Ísland mætir Liechtenstein á morgun í þriðja leiknum í undankeppni HM, eftir 3-0 tap gegn Þýskalandi og 2-0 tap gegn Armeníu. Beina textalýsingu með öllu því helsta sem fram kom á fundinum má sjá hér að neðan en fundurinn var einnig sýndur á Youtube. Á fundinum kom meðal annars fram að Kolbeinn Sigþórsson hefði handarbrotnað í leiknum við Armeníu. Ragnar Sigurðsson meiddist í upphitun fyrir þann leik og Albert Guðmundsson er í leikbanni á morgun. Því ákvað Arnar að kalla á fjóra fyrrverandi lærisveina sína úr U21-landsliðinu en ekki er alveg ljóst hvaða hlutverk þeir fá. Það skýrist af ástandi leikmanna þegar nær dregur leiknum á morgun. Arnar tjáði sig einnig um mál Viðars Arnar Kjartanssonar og sagði vel koma til greina að ræða við Viðar eftir landsleikinn á morgun, til að hreinsa loftið. Aron Einar sagði umræðuna um Viðar ekki hafa áhrif á hópinn þó að vissulega yrðu menn varir við fréttaflutninginn. Hann harmaði það að Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, skyldi dylgja um samband Gylfa Þórs Sigurðssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen, og sagði meðal annars: „Mér finnst það skítkast og veit ekki hvað skal segja um það. Auðvitað hikstar liðið og þá er reynt að finna einhverja punkta til að tala um. En að koma með svona sögu út í loftið, sem er ekki rétt, finnst mér galið og kjánalegt. Við eigum skilið að vera gagnrýndir, það er mikilvægt fyrir okkur, en að búa til sögur sem eru ekki sannar, til að auglýsa eitthvað, finnst mér fáránlegt.“ Frekari upplýsingar af fundinum má finna í textalýsingunni hér að neðan.
HM 2022 í Katar Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira