Fótbolti

„Þetta var ungt lið þangað til ég kom inn í myndina“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zlatan Ibrahimovich í leiknum gegn Georgíu þar sem framherjinn lagði upp eitt af mörkum liðsins.
Zlatan Ibrahimovich í leiknum gegn Georgíu þar sem framherjinn lagði upp eitt af mörkum liðsins. Michael Campanella/Getty Images

Zlatan Ibrahimovic segir að endurkoma hans í sænska landsliðið hafi gengið vel og ungu strákarnir hafi tekið vel á móti honum.

Zlatan snéri aftur í sænska landsliðið fyrr á þessu ári og hann hefur lagt upp tvö mörk í fyrstu tveimur leikjunum í endurkomunni.

Hinn 39 ára Zlatan nýtur lífsins í sænska landsliðinu og segir að endurkoman hafi tekist vel til.

„Þetta er spennandi lið. Þetta var ungt lið þangað til ég kom inn í myndina,“ sagði Zlatan.

„En þetta er enn ungt lið því þeir fá mig til að hugsa sem ungum manni. Janne kemur hreint fram hvernig hann vill að liðið spili.“

„Það er mjög auðvelt að koma inn í liðið þegar dagskipunin er svo skýr. Svo nú snýst þetta bara um að uppfylla kröfurnar og gera það sem ég er góður í.“

Svíþjóð mætir Eistlandi í vináttulandsleik á miðvikudag en þeir hafa unnið tvo fyrstu leikina í riðlinum.


Tengdar fréttir

Zlatan táraðist þegar hann var spurður um fjölskylduna

„Þetta er ekki góð spurning frá þér,“ sagði Zlatan Ibrahimovic þegar hann var spurður hvernig fjölskylda hans hefði tekið því að hann færi aftur í sænska landsliðið í fótbolta. Zlatan sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag eftir endurkomuna í landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×