Sjáðu stoðsendingu Zlatans í fyrsta landsleiknum í fimm ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. mars 2021 17:00 Zlatan Ibrahimovic faðmar markaskorarann Viktor Claesson. getty/David Lidstrom Zlatan Ibrahimovic lagði upp sigurmark Svía gegn Georgíumönnum í sínum fyrsta landsleik í fimm ár. Fyrr í þessum mánuði var greint frá því að Zlatan væri snúinn aftur í sænska landsliðið eftir fimm ára fjarveru. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir EM 2016. Zlatan var í byrjunarliði Svía gegn Georgíumönnum í undankeppni HM 2022 í gær. Hann var í framlínunni ásamt Alexander Isak, leikmanni Real Sociedad. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum á Vinavöllum í gær og það kom lítið á óvart að Zlatan hefði verið með puttana í því. Á 35. mínútu átti Mikael Lustig sendingu inn í vítateig Georgíu á Zlatan. Hann tók boltann á kassann og sendi hann svo á Viktor Claesson. Hann lagði boltann fyrir sig og kom honum framhjá Giorgi Loria í marki Georgíu. Markið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Svíþjóð 1-0 Georgía Hinn 39 ára Zlatan var í skýjunum eftir leikinn í leikinn og leið eins og hann hefði verið að spila sinn fyrsta landsleik en ekki þann 117. „Mér leið vel. Mér leið eins og þetta væri fyrsti landsleikurinn minn. Það var mikið adrenalín í gangi,“ sagði Zlatan eftir leikinn. „Ég held að ég hafi getað gert miklu meira en við unnum leikinn og það var það sem skipti mestu máli.“ Leikurinn í gær var fyrsti landsleikur Zlatans síðan gegn Belgíu í lokaumferð riðlakeppninnar á EM í Frakklandi, 22. júní 2016. Svíar enduðu í neðsta sæti síns riðils og komust ekki í útsláttarkeppnina. Líklegt þykir að Zlatan leiki með sænska landsliðinu á EM í sumar. Svíar eru í riðli með Spánverjum, Slóvökum og Pólverjum. Svíar mæta Kósóvómönnum í öðrum leik sínum í undankeppni HM 2022 á sunnudaginn. HM 2022 í Katar Sænski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Sjá meira
Fyrr í þessum mánuði var greint frá því að Zlatan væri snúinn aftur í sænska landsliðið eftir fimm ára fjarveru. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir EM 2016. Zlatan var í byrjunarliði Svía gegn Georgíumönnum í undankeppni HM 2022 í gær. Hann var í framlínunni ásamt Alexander Isak, leikmanni Real Sociedad. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum á Vinavöllum í gær og það kom lítið á óvart að Zlatan hefði verið með puttana í því. Á 35. mínútu átti Mikael Lustig sendingu inn í vítateig Georgíu á Zlatan. Hann tók boltann á kassann og sendi hann svo á Viktor Claesson. Hann lagði boltann fyrir sig og kom honum framhjá Giorgi Loria í marki Georgíu. Markið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Svíþjóð 1-0 Georgía Hinn 39 ára Zlatan var í skýjunum eftir leikinn í leikinn og leið eins og hann hefði verið að spila sinn fyrsta landsleik en ekki þann 117. „Mér leið vel. Mér leið eins og þetta væri fyrsti landsleikurinn minn. Það var mikið adrenalín í gangi,“ sagði Zlatan eftir leikinn. „Ég held að ég hafi getað gert miklu meira en við unnum leikinn og það var það sem skipti mestu máli.“ Leikurinn í gær var fyrsti landsleikur Zlatans síðan gegn Belgíu í lokaumferð riðlakeppninnar á EM í Frakklandi, 22. júní 2016. Svíar enduðu í neðsta sæti síns riðils og komust ekki í útsláttarkeppnina. Líklegt þykir að Zlatan leiki með sænska landsliðinu á EM í sumar. Svíar eru í riðli með Spánverjum, Slóvökum og Pólverjum. Svíar mæta Kósóvómönnum í öðrum leik sínum í undankeppni HM 2022 á sunnudaginn.
HM 2022 í Katar Sænski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn