Enski boltinn

Liverpool færist nær einum eftirsóttasta miðverði Evrópu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ibrahima Konaté er eftirsóttur.
Ibrahima Konaté er eftirsóttur. getty/Jan Woitas

Liverpool er nálægt því að ganga frá kaupunum á Ibrahima Konaté, varnarmanni RB Leipzig.

David Ornstein, blaðamaður The Athletic, greindi frá þessu í morgun. Hann segir að viðræður séu langt komnar og Liverpool þurfi líklega að borga 40 milljóna evra riftunarverð í samningi Konatés við Leipzig.

Konaté er 21 árs franskur miðvörður sem hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Leipzig. Hann gekk í raðir Leipzig frá Sochaux 2017.

Annar franskur miðvörður hjá Leipzig, Dayot Upamecano hefur samið við Bayern München og gengur til liðs við Evrópumeistarana í sumar.

Konaté er nú með franska U-21 árs landsliðinu á EM. Frakkar mæta Íslendingum í lokaumferð riðlakeppninnar á miðvikudaginn. Frakkar unnu 0-2 sigur á Rússum í gær. Þeir verða að vinna Íslendinga á miðvikudaginn til að vera öruggir með sæti í átta liða úrslitum EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×