„Er þetta nógu þjóðhollt?“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. mars 2021 20:24 Lee Wong sýnir örin sem hann hlaut þegar hann þjónaði í bandaríska hernum. Vísir Undanfarin misseri hefur hatursglæpum gegn Bandaríkjamönnum af asískum uppruna fjölgað gríðarlega. Upptök þessarar bylgju hatursglæpa rekja margir til rasisma í kjölfar kórónuveirufaraldursins í garð asískra Bandaríkjamanna. Þúsundir hafa tilkynnt ofbeldisfulla glæpi eða hatursárásir á undanförnum mánuðum og hafa þeir verið tengdir þeirri orðræðu sem myndaðist í upphafi kórónuveirufaraldursins þar sem asísku fólki var kennt um útbreiðslu Covid-19. Sex konur af asískum uppruna voru myrtar í Atlanta í Bandaríkjunum í síðustu viku, auk tveggja annarra sem ekki voru af asískum uppruna. Lee Wong, 69 ára gamall hermaður, flutti tilfinningaþrungna tölu á íbúafundi í Ohio í síðustu viku þar sem hann talaði gegn rasisma í garð asískra Bandaríkjamanna. Hann hefur hlotið mikið lof fyrir en á fundinum sýndi hann áhorfendum ör sem hann ber á bringunni sem hann hlaut við þjónustu sína í bandaríska hernum. „Ég ætla að sýna ykkur hvernig þjóðrækni lítur út,“ sagði hann á fundinum á meðan hann hneppti frá skyrtunni sinni og sýndi áhorfendum örin. „Hér er sönnun mín. Þessi ör hlaut ég þegar ég þjónaði í bandaríska hernum. Er þetta nógu þjóðhollt?“ Hann sagði frá því að fólk hafi dregið þjóðhollustu hans í efa og ýjaði hann að því að það væri vegna þess að hann „liti ekki út fyrir að vera nógu bandarískur.“ Wong flutti til Bandaríkjanna á sjöunda áratug síðustu aldar til þess að ganga þar í skóla. Hann þjónaði í bandaríska hernum í 20 ár. Þá hefur hann setið í stjórn West Chester háskólans frá árinu 2005. Hann sagði í samtali við Fox News að hann hafi orðið fyrir líkamlegum og munnlegum árásum vegna kynþáttar síns. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Byssumaður skaut tíu til bana í Colorado Tíu eru látnir eftir að byssumaður hóf skothríð í matvöruverslun í borginni Boulder í Colorado í Bandaríkjunum. 23. mars 2021 06:45 Ákærður fyrir átta morð eftir „mjög slæman dag“ Maður sem skaut átta til bana, þar af sex konur af asískum uppruna, í árásum á þrjár mismunandi nuddstofum í Atlanta í Bandaríkjunum í vikunni hefur verið ákærður fyrir átta morð. Hinn 21 árs gamli árásarmaður segist ekki vera rasisti. 18. mars 2021 10:24 Átta skotnir til bana í Atlanta í árás sem beindist gegn asísku fólki Átta voru skotin til bana í Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Skotárásirnar voru gerðar á þremur stöðum og er sami einstaklingur grunaður um þær allar. 17. mars 2021 06:31 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
Þúsundir hafa tilkynnt ofbeldisfulla glæpi eða hatursárásir á undanförnum mánuðum og hafa þeir verið tengdir þeirri orðræðu sem myndaðist í upphafi kórónuveirufaraldursins þar sem asísku fólki var kennt um útbreiðslu Covid-19. Sex konur af asískum uppruna voru myrtar í Atlanta í Bandaríkjunum í síðustu viku, auk tveggja annarra sem ekki voru af asískum uppruna. Lee Wong, 69 ára gamall hermaður, flutti tilfinningaþrungna tölu á íbúafundi í Ohio í síðustu viku þar sem hann talaði gegn rasisma í garð asískra Bandaríkjamanna. Hann hefur hlotið mikið lof fyrir en á fundinum sýndi hann áhorfendum ör sem hann ber á bringunni sem hann hlaut við þjónustu sína í bandaríska hernum. „Ég ætla að sýna ykkur hvernig þjóðrækni lítur út,“ sagði hann á fundinum á meðan hann hneppti frá skyrtunni sinni og sýndi áhorfendum örin. „Hér er sönnun mín. Þessi ör hlaut ég þegar ég þjónaði í bandaríska hernum. Er þetta nógu þjóðhollt?“ Hann sagði frá því að fólk hafi dregið þjóðhollustu hans í efa og ýjaði hann að því að það væri vegna þess að hann „liti ekki út fyrir að vera nógu bandarískur.“ Wong flutti til Bandaríkjanna á sjöunda áratug síðustu aldar til þess að ganga þar í skóla. Hann þjónaði í bandaríska hernum í 20 ár. Þá hefur hann setið í stjórn West Chester háskólans frá árinu 2005. Hann sagði í samtali við Fox News að hann hafi orðið fyrir líkamlegum og munnlegum árásum vegna kynþáttar síns.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Byssumaður skaut tíu til bana í Colorado Tíu eru látnir eftir að byssumaður hóf skothríð í matvöruverslun í borginni Boulder í Colorado í Bandaríkjunum. 23. mars 2021 06:45 Ákærður fyrir átta morð eftir „mjög slæman dag“ Maður sem skaut átta til bana, þar af sex konur af asískum uppruna, í árásum á þrjár mismunandi nuddstofum í Atlanta í Bandaríkjunum í vikunni hefur verið ákærður fyrir átta morð. Hinn 21 árs gamli árásarmaður segist ekki vera rasisti. 18. mars 2021 10:24 Átta skotnir til bana í Atlanta í árás sem beindist gegn asísku fólki Átta voru skotin til bana í Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Skotárásirnar voru gerðar á þremur stöðum og er sami einstaklingur grunaður um þær allar. 17. mars 2021 06:31 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
Byssumaður skaut tíu til bana í Colorado Tíu eru látnir eftir að byssumaður hóf skothríð í matvöruverslun í borginni Boulder í Colorado í Bandaríkjunum. 23. mars 2021 06:45
Ákærður fyrir átta morð eftir „mjög slæman dag“ Maður sem skaut átta til bana, þar af sex konur af asískum uppruna, í árásum á þrjár mismunandi nuddstofum í Atlanta í Bandaríkjunum í vikunni hefur verið ákærður fyrir átta morð. Hinn 21 árs gamli árásarmaður segist ekki vera rasisti. 18. mars 2021 10:24
Átta skotnir til bana í Atlanta í árás sem beindist gegn asísku fólki Átta voru skotin til bana í Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Skotárásirnar voru gerðar á þremur stöðum og er sami einstaklingur grunaður um þær allar. 17. mars 2021 06:31