Ákærður fyrir átta morð eftir „mjög slæman dag“ Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2021 10:24 Það að árásarmaðurinn hafi ekki verið ákærður fyrir hatursglæpi hefur vakið mikil viðbrögð í Bandaríkjunum. AP/Curtis Compton Maður sem skaut átta til bana, þar af sex konur af asískum uppruna, í árásum á þrjár mismunandi nuddstofum í Atlanta í Bandaríkjunum í vikunni hefur verið ákærður fyrir átta morð. Hinn 21 árs gamli árásarmaður segist ekki vera rasisti. Einn maður dó í árásina og ein kona sem er ekki af asískum uppruna. Robert Aaron Long er 21 árs gamall og segist hafa skotið átta manns til bana því hann sé kynlífsfíkill.AP/Fógeti Crisp sýslu Samkvæmt lögreglunni segist Robert Aaron Long þess í stað þjást af kynlífsfíkn og segist hann hafa gert árás á staði sem hafi freistað hans. „Hann var eiginlega búinn að fá nóg og kominn á endastöð,“ sagði Jay Baker, talsmaður fógetans í Atlanta á blaðamannafundi í gær. „Hann átti mjög slæman dag í gær [þriðjudag] og þetta er það sem hann gerði,“ sagði Baker einnig. Þessi ummæli hafa ekki fallið vel í kramið vestanhafs og hefur Baker verið sakaður um að draga úr alvarleika málsins. Ofbeldi og árásir gegn Bandaríkjamönnum hefur aukist verulega á undanförnu ári, samhliða heimsfaraldri Nýju kórónuveirunnar. Ummælin má sjá hér að neðan. Netverjar og blaðamenn vestanhafs hafa fundið Facebookfærslur Bakersþar sem hann var að auglýsa boli þar sem nýja kórónuveiran var kölluð „Innflutt veira frá Kína“ þar sem Kína var vitlaust stafað; „CHY-NA“. Í frétt Washington Post kemur fram að fjölmargar árásir gegn Bandaríkjamönnum af asískum uppruna hafa snúist um and-kínverskan áróður þar sem Kína er kennt um faraldur kórónuveirunnar en veiran greindist fyrst í mönnum þar í landi. Þar hefur Donald Trump, fyrrverandi forseti, farið manna fremstur og fjölmörg samtök Bandaríkjamanna af asískum uppruna segja hann og áróður hans hafa ýtt undir ofbeldi gegn fólki. AP fréttaveitan segir marga sömuleiðis vera reiða yfir því að Long hafi ekki verið ákærður fyrir hatursglæpi, að virðist á þeim grundvelli að hann sagðist sjálfur ekki vera rasisti. Hér að neðan má hlusta á símtal til Neyðarlínunnar vegna árásanna. Margaret Huang, sem stýrir Southern Poverty Law Center, sem fylgjast með öfgamönnum í Bandaríkjunum, sagði árásarmanninn augljóslega hafa beint sjónum sínum að sérstökum hópi fólks. Í samtali við blaðamann AP segist hún óttast að það að skilgreina árásina ekki sem hatursglæp muni hafa þau áhrif að fólk af asískum uppruna dragi lappirnar í því að leita sér hjálpar vegna ofbeldis og haturs. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Átta skotnir til bana í Atlanta í árás sem beindist gegn asísku fólki Átta voru skotin til bana í Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Skotárásirnar voru gerðar á þremur stöðum og er sami einstaklingur grunaður um þær allar. 17. mars 2021 06:31 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Einn maður dó í árásina og ein kona sem er ekki af asískum uppruna. Robert Aaron Long er 21 árs gamall og segist hafa skotið átta manns til bana því hann sé kynlífsfíkill.AP/Fógeti Crisp sýslu Samkvæmt lögreglunni segist Robert Aaron Long þess í stað þjást af kynlífsfíkn og segist hann hafa gert árás á staði sem hafi freistað hans. „Hann var eiginlega búinn að fá nóg og kominn á endastöð,“ sagði Jay Baker, talsmaður fógetans í Atlanta á blaðamannafundi í gær. „Hann átti mjög slæman dag í gær [þriðjudag] og þetta er það sem hann gerði,“ sagði Baker einnig. Þessi ummæli hafa ekki fallið vel í kramið vestanhafs og hefur Baker verið sakaður um að draga úr alvarleika málsins. Ofbeldi og árásir gegn Bandaríkjamönnum hefur aukist verulega á undanförnu ári, samhliða heimsfaraldri Nýju kórónuveirunnar. Ummælin má sjá hér að neðan. Netverjar og blaðamenn vestanhafs hafa fundið Facebookfærslur Bakersþar sem hann var að auglýsa boli þar sem nýja kórónuveiran var kölluð „Innflutt veira frá Kína“ þar sem Kína var vitlaust stafað; „CHY-NA“. Í frétt Washington Post kemur fram að fjölmargar árásir gegn Bandaríkjamönnum af asískum uppruna hafa snúist um and-kínverskan áróður þar sem Kína er kennt um faraldur kórónuveirunnar en veiran greindist fyrst í mönnum þar í landi. Þar hefur Donald Trump, fyrrverandi forseti, farið manna fremstur og fjölmörg samtök Bandaríkjamanna af asískum uppruna segja hann og áróður hans hafa ýtt undir ofbeldi gegn fólki. AP fréttaveitan segir marga sömuleiðis vera reiða yfir því að Long hafi ekki verið ákærður fyrir hatursglæpi, að virðist á þeim grundvelli að hann sagðist sjálfur ekki vera rasisti. Hér að neðan má hlusta á símtal til Neyðarlínunnar vegna árásanna. Margaret Huang, sem stýrir Southern Poverty Law Center, sem fylgjast með öfgamönnum í Bandaríkjunum, sagði árásarmanninn augljóslega hafa beint sjónum sínum að sérstökum hópi fólks. Í samtali við blaðamann AP segist hún óttast að það að skilgreina árásina ekki sem hatursglæp muni hafa þau áhrif að fólk af asískum uppruna dragi lappirnar í því að leita sér hjálpar vegna ofbeldis og haturs.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Átta skotnir til bana í Atlanta í árás sem beindist gegn asísku fólki Átta voru skotin til bana í Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Skotárásirnar voru gerðar á þremur stöðum og er sami einstaklingur grunaður um þær allar. 17. mars 2021 06:31 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Átta skotnir til bana í Atlanta í árás sem beindist gegn asísku fólki Átta voru skotin til bana í Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Skotárásirnar voru gerðar á þremur stöðum og er sami einstaklingur grunaður um þær allar. 17. mars 2021 06:31