Erlent

Bol­sonaro greiðir blaða­manni bætur vegna niðrandi um­mæla

Sylvía Hall skrifar
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu. Getty/Andressa Anholete

Dómstóll í Brasilíu hefur dæmt Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, til þess að greiða kvenkyns blaðamanni bætur vegna ærumeiðandi ummæla sem hann lét falla í febrúar á síðasta ári. Blaðamaðurinn vann sambærilegt mál gegn syni forsetans í janúar á þessu ári.

Blaðamaðurinn, Patrícia Campos Mello, hefur unnið til fjölmargra verðlauna fyrir skrif sín í dagblaðið Folha de S. Paulo en umfjöllunin sem forsetinn vísað til var um samtök sem dreifðu áróðri um andstæðinga hans í aðdraganda forsetakosninganna árið þar í landi 2018. Gaf Bolsonaro í skyn að hún hefði boðið kynlíf í skiptum fyrir neikvæðar upplýsingar um sig.

Áður hafði Eduardo, sonur Bolsonaro, sagt Mello hafa reynt að tæla heimildarmann í því skyni að tryggja sér neikvæðar upplýsingar um föður sinn. Var hann einnig dæmdur til þess að greiða henni bætur vegna ummælanna að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins

Bolsonaro þarf að greiða Mello 445 þúsund íslenskra króna vegna ummælanna, en í færslu á Twitter-síðu sinni sagði hún ákvörðun dómarans vera sigur fyrir allar konur. Samtök sem starfa gegn áreiti í garð blaðamanna sagði þetta gleðiefni og „frábæran dag“ fyrir kvenkyns fréttamenn í landinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.