Stjórnendur vissu að bílstjórar væru að pissa í flöskur og kúka í poka Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. mars 2021 11:35 epa Það vakti mikla athygli, og hafði raunar þveröfug áhrif, þegar Amazon tísti á dögunum að það væri ekki satt að bílstjórar fyrirtækisins neyddust til þess að pissa í flöskur. Tístið var það fyrsta sem margir heyrðu af málinu en nú er komið í ljós að það er ekki bara rétt að hlandfullar flöskur sé að finna í sendibifreiðum Amazon, heldur vissu stjórnendur fyrirtækisins af því. Þeir vissu einnig að saur hefði fundist í pokum. Í tölvupósti sem lekið var til Intercept virðist stjórnandi vera að skamma undirmenn í kjölfar þess að kúkur fannst í Amazon-poka í sendibifreið. „Þetta er í þriðja sinn á síðustu tveimur mánuðum þar sem pokum með kúk hefur verið skilað á stöðina. Við höfum skilning á því að ökumenn kunna að lenda í neyðartilvikum á ferðinni, og sérstaklega í Covid, að þeir eigi erfitt með að finna salerni þegar þeir eru að keyra út. Þrátt fyrir það geta ökumenn ekki, MEGA EKKI, skila pokum með kúk á stöðina,“ sagði í póstinum frá því í maí 2020. Þá segir einnig að það hafi aukist að alls kyns ógeðfellt rusl hafi fundist í pokum í bílunum, svo sem notaðar grímur og hanskar, og þvag í flöskum. Starfsmenn hafa ekki tíma til að pissa á meðan eigendurnir auðgast Þrátt fyrir staðhæfingar stjórnenda Amazon um að fyrirtækið sé góður vinnustaður sem sjái vel um starfsfólk sitt hafa fréttir löngum bent til annars. Starfsmenn eru oft ráðnir til afar skamms tíma, eiga afar takmörkuð réttindi og þá hefur ítrekað verið greint frá ómanneskjulegu álagi. Í Alabama berjast starfsmenn nú fyrir því að stofna eigið stéttarfélag. The Guardian hefur rætt við bílstjóra sem segjast neyðast til að pissa í vatnsflöskur á hverjum degi, bara til að ná settum útkeyrsluviðmiðum. Ástandið ku hafa versnað eftir að heimsfaraldur SARS-CoV-2 skall á en á einum ársfjórðungi árið 2020 jókst sala Amazon um 37 prósent. Á sama tíma og starfsmenn veigra sér við því að taka klósettpásur vegna álags, hefur auður stofnanda Amazon aukist um 70 milljarða Bandaríkjadala. Suppose we all believe it now https://t.co/iRh8XuIThq— Alex Kantrowitz (@Kantrowitz) March 25, 2021 Bandaríkin Amazon Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Tístið var það fyrsta sem margir heyrðu af málinu en nú er komið í ljós að það er ekki bara rétt að hlandfullar flöskur sé að finna í sendibifreiðum Amazon, heldur vissu stjórnendur fyrirtækisins af því. Þeir vissu einnig að saur hefði fundist í pokum. Í tölvupósti sem lekið var til Intercept virðist stjórnandi vera að skamma undirmenn í kjölfar þess að kúkur fannst í Amazon-poka í sendibifreið. „Þetta er í þriðja sinn á síðustu tveimur mánuðum þar sem pokum með kúk hefur verið skilað á stöðina. Við höfum skilning á því að ökumenn kunna að lenda í neyðartilvikum á ferðinni, og sérstaklega í Covid, að þeir eigi erfitt með að finna salerni þegar þeir eru að keyra út. Þrátt fyrir það geta ökumenn ekki, MEGA EKKI, skila pokum með kúk á stöðina,“ sagði í póstinum frá því í maí 2020. Þá segir einnig að það hafi aukist að alls kyns ógeðfellt rusl hafi fundist í pokum í bílunum, svo sem notaðar grímur og hanskar, og þvag í flöskum. Starfsmenn hafa ekki tíma til að pissa á meðan eigendurnir auðgast Þrátt fyrir staðhæfingar stjórnenda Amazon um að fyrirtækið sé góður vinnustaður sem sjái vel um starfsfólk sitt hafa fréttir löngum bent til annars. Starfsmenn eru oft ráðnir til afar skamms tíma, eiga afar takmörkuð réttindi og þá hefur ítrekað verið greint frá ómanneskjulegu álagi. Í Alabama berjast starfsmenn nú fyrir því að stofna eigið stéttarfélag. The Guardian hefur rætt við bílstjóra sem segjast neyðast til að pissa í vatnsflöskur á hverjum degi, bara til að ná settum útkeyrsluviðmiðum. Ástandið ku hafa versnað eftir að heimsfaraldur SARS-CoV-2 skall á en á einum ársfjórðungi árið 2020 jókst sala Amazon um 37 prósent. Á sama tíma og starfsmenn veigra sér við því að taka klósettpásur vegna álags, hefur auður stofnanda Amazon aukist um 70 milljarða Bandaríkjadala. Suppose we all believe it now https://t.co/iRh8XuIThq— Alex Kantrowitz (@Kantrowitz) March 25, 2021
Bandaríkin Amazon Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira