Leiddur fyrir dómara grunaður um skotárásina í Boulder Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. mars 2021 23:17 Ahmad Al Aliwi Alissa var leiddur fyrir dómara í dag. Helen H. Richardson/The Denver Post via AP Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í matvöruverslun í Boulder í Colorado-ríki í Bandaríkjunum var leiddur fyrir dómara í fyrsta sinn í dag. Maðurinn, sem er 21 árs og heitir Ahmad al-Aliwi Al Issa, var úrskurðaður í áframhaldandi varðhald án möguleika á að fá lausn gegn tryggingu. Þá féllst dómari á beiðni verjanda hans um að Al Issa gengist undir geðmat. Al Issa er bandarískur ríkisborgari fæddur í Sýrlandi. Hann er ákærður fyrir tíu morð af yfirlögðu ráði, en síðastliðinn mánudag var hann handtekinn með skotsár á læri í kjölfar skotárásar á verslun þar sem tíu manns létu lífið. Fórnarlömbin voru á aldrinum 20 til 65 ára. Lögregla hefur ekki gefið upp hvað hún telji búa að baki skotárásinni, en Al Issa hefur ekki lýst yfir ábyrgð á henni. Fangamynd sem tekin var af Al Issa eftir að hann var handtekinn.Boulder Police Department Hótaði að drepa liðsfélaga sína Denver Post hefur eftir fyrrum bekkjarfélögum Al Issa úr framhaldsskóla að hann hafi verið ofbeldisfullur, skapstyggur og ofsóknaróður á tíma sínum í skóla. Hann gekk í Arvada West framhaldsskólann í Denver á árunum 2015 til 2018. „Hann var með ógnvekjandi nærveru,“ er haft eftir Dayton Marvel, sem var liðsfélagi Al Issa í glímuliði skólans. Hann segir meðal annars frá því að Al Issa hafi hótað að drepa liðsfélaga sína. „Á síðasta árinu hans, þegar við glímdum til að sjá hverjir kæmust í aðalliðið, þá tapaði hann sinni keppni. Hann hætti í liðinu og öskraði í búningsklefanum að hann ætlaði að drepa alla. Enginn trúði honum. Okkur fannst þetta bara óþægilegt en enginn gerði neitt í þessu.“ Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Maðurinn, sem er 21 árs og heitir Ahmad al-Aliwi Al Issa, var úrskurðaður í áframhaldandi varðhald án möguleika á að fá lausn gegn tryggingu. Þá féllst dómari á beiðni verjanda hans um að Al Issa gengist undir geðmat. Al Issa er bandarískur ríkisborgari fæddur í Sýrlandi. Hann er ákærður fyrir tíu morð af yfirlögðu ráði, en síðastliðinn mánudag var hann handtekinn með skotsár á læri í kjölfar skotárásar á verslun þar sem tíu manns létu lífið. Fórnarlömbin voru á aldrinum 20 til 65 ára. Lögregla hefur ekki gefið upp hvað hún telji búa að baki skotárásinni, en Al Issa hefur ekki lýst yfir ábyrgð á henni. Fangamynd sem tekin var af Al Issa eftir að hann var handtekinn.Boulder Police Department Hótaði að drepa liðsfélaga sína Denver Post hefur eftir fyrrum bekkjarfélögum Al Issa úr framhaldsskóla að hann hafi verið ofbeldisfullur, skapstyggur og ofsóknaróður á tíma sínum í skóla. Hann gekk í Arvada West framhaldsskólann í Denver á árunum 2015 til 2018. „Hann var með ógnvekjandi nærveru,“ er haft eftir Dayton Marvel, sem var liðsfélagi Al Issa í glímuliði skólans. Hann segir meðal annars frá því að Al Issa hafi hótað að drepa liðsfélaga sína. „Á síðasta árinu hans, þegar við glímdum til að sjá hverjir kæmust í aðalliðið, þá tapaði hann sinni keppni. Hann hætti í liðinu og öskraði í búningsklefanum að hann ætlaði að drepa alla. Enginn trúði honum. Okkur fannst þetta bara óþægilegt en enginn gerði neitt í þessu.“
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira