Breyttu gönguleiðinni til að forðast gasmökk úr norðaustri Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. mars 2021 14:45 Tæplega fimm hundruð manns lögðu leið sína að eldstöðvunum í gær samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Vísir/Vilhelm Í ljósi þess vindur úr norðaustri feykir gasmekki yfir nýstikaða gönguleið að eldstöðvunum í dag hafa viðbragðsaðilar stikað nýja varaleið fyrir þá sem áhugasamir eru um að berja eldgosið augum. Lögreglumaður á Suðurnesjum segir að mögulega verði svæðinu lokað undir kvöld vegna óveðurs en hann biðlar til fólks að hafa í huga að fleiri hættur steðji að en eitraðar gastegundir. Fólk verði að virða nýjar sóttvarnarreglur vegna kórónuveirunnar. Í morgun kvartaði göngufólk yfir óþægindum vegna mengunar á gönguleiðinni að Geldingadal. Hjálmar Hallgrímsson er lögreglumaður hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. „Við erum búin að gera breytingu á gönguleiðinni. Hún er nú tekin með fram Borgarfjalli og aðeins vestar og á öðrum stað er farið upp á Fagradalsfjall til þess að vera ekki í beinni línu við reykinn. Þetta voru svona síðustu aðgerðir hjá okkur.“ Stranglega er bannað að vera nærri gígnum. „Við erum með fólk sem sinnir gæslu þarna. Þeir sem eru að labba upp eftir eru beðnir um að hlíða björgunarsveitarfólki og lögreglumönnum og vera á tryggu svæði. Þetta er staðan eins og hún er núna.“ Í kvöld skellur á norðanhvassviðri. Helga Ívarsdóttir veðurfræðingur rýnir í veðrið. „Það er vaxandi norðan og norðaustanátt á svæðinu og það mun þykkna upp síðdegis. Búast má við því að það fari að snjóa. Í kvöld og í nótt verður norðanhvassviðri með snjókomu og lélegu skyggni. Þá verður ekkert útivistarveður,“ sagði Helga. Hjálmar segir að sökum þessa gæti komið til lokunar í kvöld. Fjölmenni er á svæðinu og bílastæðavandi hefur skapast. Í gær lögðu tæplega fimm þúsund manns leið sína að gosinu samkvæmt talningu Ferðamálstofu. Hjálmar segir að hópsýkingar breska afbrigðisins og nýjar sóttvarnarreglur flæki málin. „Ég vil biðja fólk um að virða tveggja metra regluna þó það sé undir berum himni. Um að virða reglur um hópmyndun og annað. Það sækir að okkur hætta á fleiri stöðum en gasinu. Fólk verður að hafa COVID í huga líka.“ Hópur manna frá neyðarlínunni er á gosstöðvunum og mun í samvinnu við fjarskiptafyrirtækin tryggja fjarskipti á gossvæðinu. Eldgos í Fagradalsfjalli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gasmengun leggur yfir stikuðu gönguleiðina Guðmundur Eyjólfsson, vettvangsstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, ráðleggur fólki að bíða með að leggja af stað í átt að gosstöðvunum í Geldingadal vegna gasmengunar sem leggur yfir stikuðu gönguleiðina. 25. mars 2021 06:50 Geta ekki fylgst með hvort sóttkvíarbrjótar sæki gosstöðvarnar heim Lögreglan á Suðurnesjum hefur ekki sérstaklega augun á því hvort fólk sem sækir gosstöðvarnar í Geldingadal heim eigi að vera í sóttkví. 25. mars 2021 06:44 Gasútstreymið „hættuleg og sterk blanda“ lífshættulegra gastegunda „Nú er orðið ljóst að gasútstreymi frá eldstöðvunum er ekkert í líkingu við það sem við höfum séð áður. Þar er einstaklega hættuleg og sterk blanda CO2 og CO, sem eru lífshættuleg gös.“ 25. mars 2021 00:06 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Lögreglumaður á Suðurnesjum segir að mögulega verði svæðinu lokað undir kvöld vegna óveðurs en hann biðlar til fólks að hafa í huga að fleiri hættur steðji að en eitraðar gastegundir. Fólk verði að virða nýjar sóttvarnarreglur vegna kórónuveirunnar. Í morgun kvartaði göngufólk yfir óþægindum vegna mengunar á gönguleiðinni að Geldingadal. Hjálmar Hallgrímsson er lögreglumaður hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. „Við erum búin að gera breytingu á gönguleiðinni. Hún er nú tekin með fram Borgarfjalli og aðeins vestar og á öðrum stað er farið upp á Fagradalsfjall til þess að vera ekki í beinni línu við reykinn. Þetta voru svona síðustu aðgerðir hjá okkur.“ Stranglega er bannað að vera nærri gígnum. „Við erum með fólk sem sinnir gæslu þarna. Þeir sem eru að labba upp eftir eru beðnir um að hlíða björgunarsveitarfólki og lögreglumönnum og vera á tryggu svæði. Þetta er staðan eins og hún er núna.“ Í kvöld skellur á norðanhvassviðri. Helga Ívarsdóttir veðurfræðingur rýnir í veðrið. „Það er vaxandi norðan og norðaustanátt á svæðinu og það mun þykkna upp síðdegis. Búast má við því að það fari að snjóa. Í kvöld og í nótt verður norðanhvassviðri með snjókomu og lélegu skyggni. Þá verður ekkert útivistarveður,“ sagði Helga. Hjálmar segir að sökum þessa gæti komið til lokunar í kvöld. Fjölmenni er á svæðinu og bílastæðavandi hefur skapast. Í gær lögðu tæplega fimm þúsund manns leið sína að gosinu samkvæmt talningu Ferðamálstofu. Hjálmar segir að hópsýkingar breska afbrigðisins og nýjar sóttvarnarreglur flæki málin. „Ég vil biðja fólk um að virða tveggja metra regluna þó það sé undir berum himni. Um að virða reglur um hópmyndun og annað. Það sækir að okkur hætta á fleiri stöðum en gasinu. Fólk verður að hafa COVID í huga líka.“ Hópur manna frá neyðarlínunni er á gosstöðvunum og mun í samvinnu við fjarskiptafyrirtækin tryggja fjarskipti á gossvæðinu.
Eldgos í Fagradalsfjalli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gasmengun leggur yfir stikuðu gönguleiðina Guðmundur Eyjólfsson, vettvangsstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, ráðleggur fólki að bíða með að leggja af stað í átt að gosstöðvunum í Geldingadal vegna gasmengunar sem leggur yfir stikuðu gönguleiðina. 25. mars 2021 06:50 Geta ekki fylgst með hvort sóttkvíarbrjótar sæki gosstöðvarnar heim Lögreglan á Suðurnesjum hefur ekki sérstaklega augun á því hvort fólk sem sækir gosstöðvarnar í Geldingadal heim eigi að vera í sóttkví. 25. mars 2021 06:44 Gasútstreymið „hættuleg og sterk blanda“ lífshættulegra gastegunda „Nú er orðið ljóst að gasútstreymi frá eldstöðvunum er ekkert í líkingu við það sem við höfum séð áður. Þar er einstaklega hættuleg og sterk blanda CO2 og CO, sem eru lífshættuleg gös.“ 25. mars 2021 00:06 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Gasmengun leggur yfir stikuðu gönguleiðina Guðmundur Eyjólfsson, vettvangsstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, ráðleggur fólki að bíða með að leggja af stað í átt að gosstöðvunum í Geldingadal vegna gasmengunar sem leggur yfir stikuðu gönguleiðina. 25. mars 2021 06:50
Geta ekki fylgst með hvort sóttkvíarbrjótar sæki gosstöðvarnar heim Lögreglan á Suðurnesjum hefur ekki sérstaklega augun á því hvort fólk sem sækir gosstöðvarnar í Geldingadal heim eigi að vera í sóttkví. 25. mars 2021 06:44
Gasútstreymið „hættuleg og sterk blanda“ lífshættulegra gastegunda „Nú er orðið ljóst að gasútstreymi frá eldstöðvunum er ekkert í líkingu við það sem við höfum séð áður. Þar er einstaklega hættuleg og sterk blanda CO2 og CO, sem eru lífshættuleg gös.“ 25. mars 2021 00:06