Innlent

Geta ekki fylgst með hvort sótt­kvíar­brjótar sæki gos­stöðvarnar heim

Atli Ísleifsson skrifar
Þúsundir manna hafa sótt gosstöðvarnar á Reykjanesskaga heim síðustu daga.
Þúsundir manna hafa sótt gosstöðvarnar á Reykjanesskaga heim síðustu daga. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Suðurnesjum hefur ekki sérstaklega augun á því hvort fólk sem sækir gosstöðvarnar í Geldingadal heim eigi að vera í sóttkví.

Þetta segir lögreglustjórinn Úlfar Lúðvíksson í samtali við Fréttablaðið, aðspurður um komu þess mikla fjölda landsmanna og erlendra ferðamanna á gosstöðvarnar síðustu daga.

Úlfar segir að lögreglumenn sem standi vaktina á Suðurstrandarvegi, þaðan sem flestir hefja gönguna að gosstöðvunum, geti ekki spurt alla þá sem eru á ferðinni hvort þeir eigi að vera í sóttkví. 

Hann segist þó ekki vita til þess að vandamál þessu tengt hafi komið upp við gosstöðvarnar. Þúsundir manna hafa sótt gosstöðvarnar heim síðustu daga.

Hertar sóttvarnareglur tóku gildi á miðnætti þar sem meðal annars er kveðið á um samkomubann sem miðast við tíu manns. Er þeim ætlað að hefta útbreiðslu veirusmita, en nokkrar hópsýkingar hafa komið upp síðustu daga.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×