Vill sjá unga leikmenn setja meiri pressu á „gamla skólann“ í landsliðinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. mars 2021 20:30 Arnar segir tíma til kominn að yngri kynslóðin í landsliðinu setji pressu á þá sem eldri eru. Vísir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Pepsi Max-deildarliðs Víkings, ræddi við Stöð 2 og Vísi um fjarveru Gylfa Þórs Sigurðssonar í komandi landsleikjum og svo þá litlu endurnýjun sem hefur átt sér stað í leikmannahópi Íslands síðustu ár. Lítil sem engin endurnýjun hefur verið á íslenska landsliðinu í knattspyrnu frá árinu 2013 þegar Ísland mætti Króatíu í umspili fyrir heimsmeistaramótið. „Tvær ástæður að mínu mati. Gamli skólinn er einfaldlega bara búinn að vera frekar góður öll þessi ár og búinn að gefa fá færi á sér að leyfa yngri kynslóðinni að taka við. Hin ástæðan er að mögulega er yngri kynslóðin ekki búin að vera nægilega sterk heldur til þess að setja pressu á gamla skólann,“ sagði Arnar um ástæðurnar bakvið lítilli endurnýjun í landsliðinu. Hann hélt svo áfram. „Þeir eru búnir að fá fullt af leikjum, fullt af æfingaleikjum og örugglega búið að nota hundrað þúsund leikmenn öll þessi ár í landsliðinu og það vantar að þeir sem eru að koma inn á – og spila leiki – setji alvöru pressu á gömlu kallana til að verðskulda tækifærið.“ Hannes Þór Halldórsson hefur leikið 74 A-landsleiki og virðist litlu máli skipta hvort hann spili í Pepsi Max-deildinni eða erlendis í atvinnumennsku.VÍSIR/VILHELM „Tek sem dæmi markmannsstöðuna, það hafa margir markmenn tekið stöðu Hannes [Þórs Halldórssonar] í vináttuleikjum en einhvern veginn heldur hann alltaf stöðu sinni því einhver er að gera mistök hingað og þangað. Nú er góð kynslóð að koma upp og vonandi er Albert [Guðmundsson] búinn að fá sína eldskírn og tilbúinn í slaginn enda gríðarlega hæfileikaríkur. Svo erum við með Ísak Bergmann [Jóhannesson] og fullt af strákum í U21 árs landsliðinu.“ „Það er ekkert óeðlilegt að í landsliði sem fer yfir 15 ára tímabil - þetta er ekki eins og í félagsliði þar sem þú getur skipt um á tveggja ára fresti – að það verði lítil endurnýjun. Það er ekki slæmt í sjálfu sér en ég kalla eftir meiri pressu frá yngri leikmönnum á þá eldri.“ Um miðvarðarstöðu íslenska landsliðsins Hinn 27 ára gamli miðvörður á aðeins að baki 36 A-landsleiki þrátt fyrir að hafa leikið vel með PAOK í Grikklandi og þar áður Rostov í Rússlandi. Sverrir Ingi í leik gegn Englandi. Nokkrum sekúndum áður hafði boltinn farið í hönd hans innan vítateigs og var vítaspyrna dæmd.Vísir/Hulda „Hann getur svo sannarlega gert tilkall í byrjunarlið og hefur getað gert það í langan tíma því hann er að spila í hörkudeildum og með góðum liðum. Það má ekki gleyma því að tengingin milli Kára [Árnasonar] og Ragnars [Sigurðssonar] hefur verið mikil undanfarið ár. Það er erfitt að slíta þessa tengingu. Þeir hafa alltaf staðið sig vel með landsliðinu og leggja sig alla fram.“ „Hornsteinninn í öllum góðum liðum er hryggjarsúlan, og tveir góðir miðverðir. Svo ég skil alveg þjálfarana að hrófla ekki of mikið við því en ég held samt að Sverrir fái núna mjög gott tækifæri til að tryggja sér þetta byrjunarliðssæti,“ sagði Arnar Gunnlaugsson að endingu. Klippa: Arnar Gunnlaugsson, seinni hluti Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Arnar um fjarveru Gylfa Þórs: Slæmt að missa okkar allra besta mann Arnar Gunnlaugsson, fyrrverandi landsliðsmaður og núverandi þjálfari Pepsi Max-deildarliðs Víkings, ræddi fjarveru Gylfa Þórs Sigurðssonar í komandi landsleikjum Íslands við Stöð 2 og Vísi fyrr í dag. 23. mars 2021 18:30 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Lítil sem engin endurnýjun hefur verið á íslenska landsliðinu í knattspyrnu frá árinu 2013 þegar Ísland mætti Króatíu í umspili fyrir heimsmeistaramótið. „Tvær ástæður að mínu mati. Gamli skólinn er einfaldlega bara búinn að vera frekar góður öll þessi ár og búinn að gefa fá færi á sér að leyfa yngri kynslóðinni að taka við. Hin ástæðan er að mögulega er yngri kynslóðin ekki búin að vera nægilega sterk heldur til þess að setja pressu á gamla skólann,“ sagði Arnar um ástæðurnar bakvið lítilli endurnýjun í landsliðinu. Hann hélt svo áfram. „Þeir eru búnir að fá fullt af leikjum, fullt af æfingaleikjum og örugglega búið að nota hundrað þúsund leikmenn öll þessi ár í landsliðinu og það vantar að þeir sem eru að koma inn á – og spila leiki – setji alvöru pressu á gömlu kallana til að verðskulda tækifærið.“ Hannes Þór Halldórsson hefur leikið 74 A-landsleiki og virðist litlu máli skipta hvort hann spili í Pepsi Max-deildinni eða erlendis í atvinnumennsku.VÍSIR/VILHELM „Tek sem dæmi markmannsstöðuna, það hafa margir markmenn tekið stöðu Hannes [Þórs Halldórssonar] í vináttuleikjum en einhvern veginn heldur hann alltaf stöðu sinni því einhver er að gera mistök hingað og þangað. Nú er góð kynslóð að koma upp og vonandi er Albert [Guðmundsson] búinn að fá sína eldskírn og tilbúinn í slaginn enda gríðarlega hæfileikaríkur. Svo erum við með Ísak Bergmann [Jóhannesson] og fullt af strákum í U21 árs landsliðinu.“ „Það er ekkert óeðlilegt að í landsliði sem fer yfir 15 ára tímabil - þetta er ekki eins og í félagsliði þar sem þú getur skipt um á tveggja ára fresti – að það verði lítil endurnýjun. Það er ekki slæmt í sjálfu sér en ég kalla eftir meiri pressu frá yngri leikmönnum á þá eldri.“ Um miðvarðarstöðu íslenska landsliðsins Hinn 27 ára gamli miðvörður á aðeins að baki 36 A-landsleiki þrátt fyrir að hafa leikið vel með PAOK í Grikklandi og þar áður Rostov í Rússlandi. Sverrir Ingi í leik gegn Englandi. Nokkrum sekúndum áður hafði boltinn farið í hönd hans innan vítateigs og var vítaspyrna dæmd.Vísir/Hulda „Hann getur svo sannarlega gert tilkall í byrjunarlið og hefur getað gert það í langan tíma því hann er að spila í hörkudeildum og með góðum liðum. Það má ekki gleyma því að tengingin milli Kára [Árnasonar] og Ragnars [Sigurðssonar] hefur verið mikil undanfarið ár. Það er erfitt að slíta þessa tengingu. Þeir hafa alltaf staðið sig vel með landsliðinu og leggja sig alla fram.“ „Hornsteinninn í öllum góðum liðum er hryggjarsúlan, og tveir góðir miðverðir. Svo ég skil alveg þjálfarana að hrófla ekki of mikið við því en ég held samt að Sverrir fái núna mjög gott tækifæri til að tryggja sér þetta byrjunarliðssæti,“ sagði Arnar Gunnlaugsson að endingu. Klippa: Arnar Gunnlaugsson, seinni hluti
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Arnar um fjarveru Gylfa Þórs: Slæmt að missa okkar allra besta mann Arnar Gunnlaugsson, fyrrverandi landsliðsmaður og núverandi þjálfari Pepsi Max-deildarliðs Víkings, ræddi fjarveru Gylfa Þórs Sigurðssonar í komandi landsleikjum Íslands við Stöð 2 og Vísi fyrr í dag. 23. mars 2021 18:30 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Arnar um fjarveru Gylfa Þórs: Slæmt að missa okkar allra besta mann Arnar Gunnlaugsson, fyrrverandi landsliðsmaður og núverandi þjálfari Pepsi Max-deildarliðs Víkings, ræddi fjarveru Gylfa Þórs Sigurðssonar í komandi landsleikjum Íslands við Stöð 2 og Vísi fyrr í dag. 23. mars 2021 18:30
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti