Arnar um fjarveru Gylfa Þórs: Slæmt að missa okkar allra besta mann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. mars 2021 18:30 Arnar segir það að sjálfsögðu mjög slæmt fyrir landsliðið að missa sinn besta mann en nýtt leikkerfi gæti hjálpað liðinu í fjarveru Gylfa Þórs. Vísir/Vilhelm/Daniel Thor Arnar Gunnlaugsson, fyrrverandi landsliðsmaður og núverandi þjálfari Pepsi Max-deildarliðs Víkings, ræddi fjarveru Gylfa Þórs Sigurðssonar í komandi landsleikjum Íslands við Stöð 2 og Vísi fyrr í dag. „Mjög slæmt að missa okkar allra besta mann. Sérstaklega á móti liði sem við munum ekki sjá mikið af boltanum. Þurfum að nýta hvert einasta fasta leikatriði og vera klókir,“ sagði Arnar um fjarveru Gylfa Þórs gegn Þýskalandi. „Gylfi er búinn að vera í toppstandi í vetur. Hann hefur sýnt gríðarlegan karakter og styrk með því að komast aftur inn í lið Everton og standa sig mjög vel. Það gæti verið til happs að við erum kannski að nýju þjálfararnir eru að breyta aðeins til og vilja spila 4-1-4-1. Við erum með leikmenn til að leysa þá stöðu mjög vel,“ bætti Arnar við. Illa hefur gengið að vinna leiki án Gylfa Þórs undanfarin ár „Einhvern tímann er allt fyrst. Það er smá bölmóður í landanum núna af því hann er ekki með en við þurfum að hætta að væla, þetta er leikur við Þjóðverja. Það er tækifæri fyrir aðra leikmenn til að stíga upp og gera eitthvað af viti. Stærra svið gerist það varla heldur en gegn Þjóðverjum á útivelli.“ „Ég hlakka til að sjá þennan leik og sérstaklega hvernig liðinu verður stillt upp því þetta er fyrsti leikurinn hjá Arnari [Þór Viðarssyni] og Eiði Smára [Guðjohnsen]. Sjá hvaða áherslur þeir verða með. Hver getur leyst stöðu Gylfa Þórs? „Ef það er 4-1-4-1 þá held ég að Aron Einar [Gunnarsson, fyrirliði] verði aftastur á miðju og þá ertu með tvær áttur sem ég held að verði Guðlaugur Victor [Pálsson] og Birkir [Bjarnason]. Mögulega færi Albert [Guðmundsson] á vinstri kantinn og Jóhann Berg [Guðmundsson] á þann hægri. Svo er þetta spurning hvort Kolbeinn [Sigþórsson] eða Jón Daði [Böðvarsson] verði frammi.“ „Að breyta þessu kerfi hjálpar aðeins til við að missa Gylfa út. Þá ertu ekki með þessa eiginlegu tíu heldur tvær áttur fyrir framan sexuna. Það hjálpar manni að sofa aðeins betur,“ sagði Arnar að lokum varðandi vandræði Íslands þegar kemur að því að fylla skarð Gylfa Þórs. Nánar var rætt við Arnar í dag og birtist síðari hluti viðtalsins síðar í kvöld. Klippa: Arnar Gunnlaugs, fyrri hluti Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira
„Mjög slæmt að missa okkar allra besta mann. Sérstaklega á móti liði sem við munum ekki sjá mikið af boltanum. Þurfum að nýta hvert einasta fasta leikatriði og vera klókir,“ sagði Arnar um fjarveru Gylfa Þórs gegn Þýskalandi. „Gylfi er búinn að vera í toppstandi í vetur. Hann hefur sýnt gríðarlegan karakter og styrk með því að komast aftur inn í lið Everton og standa sig mjög vel. Það gæti verið til happs að við erum kannski að nýju þjálfararnir eru að breyta aðeins til og vilja spila 4-1-4-1. Við erum með leikmenn til að leysa þá stöðu mjög vel,“ bætti Arnar við. Illa hefur gengið að vinna leiki án Gylfa Þórs undanfarin ár „Einhvern tímann er allt fyrst. Það er smá bölmóður í landanum núna af því hann er ekki með en við þurfum að hætta að væla, þetta er leikur við Þjóðverja. Það er tækifæri fyrir aðra leikmenn til að stíga upp og gera eitthvað af viti. Stærra svið gerist það varla heldur en gegn Þjóðverjum á útivelli.“ „Ég hlakka til að sjá þennan leik og sérstaklega hvernig liðinu verður stillt upp því þetta er fyrsti leikurinn hjá Arnari [Þór Viðarssyni] og Eiði Smára [Guðjohnsen]. Sjá hvaða áherslur þeir verða með. Hver getur leyst stöðu Gylfa Þórs? „Ef það er 4-1-4-1 þá held ég að Aron Einar [Gunnarsson, fyrirliði] verði aftastur á miðju og þá ertu með tvær áttur sem ég held að verði Guðlaugur Victor [Pálsson] og Birkir [Bjarnason]. Mögulega færi Albert [Guðmundsson] á vinstri kantinn og Jóhann Berg [Guðmundsson] á þann hægri. Svo er þetta spurning hvort Kolbeinn [Sigþórsson] eða Jón Daði [Böðvarsson] verði frammi.“ „Að breyta þessu kerfi hjálpar aðeins til við að missa Gylfa út. Þá ertu ekki með þessa eiginlegu tíu heldur tvær áttur fyrir framan sexuna. Það hjálpar manni að sofa aðeins betur,“ sagði Arnar að lokum varðandi vandræði Íslands þegar kemur að því að fylla skarð Gylfa Þórs. Nánar var rætt við Arnar í dag og birtist síðari hluti viðtalsins síðar í kvöld. Klippa: Arnar Gunnlaugs, fyrri hluti
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira