Einn greindist innanlands í gær Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. mars 2021 09:44 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, við Ráðherrabústaðinn í morgun. Vísir/Vilhelm Einn einstaklingur greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Hann var í sóttkví. Þetta kom fram í viðtali fréttastofu við Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni, eftir fund hans með formönnum ríkisstjórnarflokkanna í Ráðherrabústaðnum í morgun. Enginn greindist á landamærunum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, boðaði til fundarins í morgun. Þórólfur sagði að á fundinum hefði farið yfir stöðuna á faraldrinum bæði hér á landi og erlendis og stöðuna varðandi til dæmis bóluefni og bólusetningar. Þórólfur sagði að næstu daga yrði fylgst með því hvort fólk utan sóttkvíar fari að greinast í auknum mæli með veiruna. Það muni stýra því hvort hann leggi til hertari aðgerðir innanlands. „Við erum að fylgjast með því hvort við förum að greina fólk utan sóttkvíar sem bendir þá til samfélagslegs smits og það er það sem mun stýra því frá minni hlið hvort ég komi með tillögur um einhverjar hertari aðgerðir. Þannig að ég bíð aðeins og sé til,“ sagði Þórólfur. Hann hefur hins vegar skilað Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, minnisblaði varðandi aðgerðir á landamærunum. Hann sagði að þar væri ekki beinlínis verið að herða aðgerðir á landamærum heldur skerpa á nokkrum þáttum. Meðal annars leggur hann til að ferðalangar frá tilteknum áhættusvæðum verði skikkaðir til þess að dvelja í sóttvarnarhúsi í fimm daga sóttkvínni sem skylda er að fara í á milli landamæraskimananna tveggja. „Því við erum að sjá þessi smit sem eru að koma inn, þau koma í tengslum við það að fólk er ekki að halda fyrir sóttkví eins og það á að gera og við viljum reyna að girða fyrir það.“ Ríkisstjórnarfundur hófst klukkan hálftíu, að loknum fundi Þórólfs með formönnunum þremur, og verður minnisblaðið til umræðu þar. Viðtal Heimis Más Péturssonar, fréttamanns, við Þórólf má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Fleiri fréttir Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali fréttastofu við Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni, eftir fund hans með formönnum ríkisstjórnarflokkanna í Ráðherrabústaðnum í morgun. Enginn greindist á landamærunum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, boðaði til fundarins í morgun. Þórólfur sagði að á fundinum hefði farið yfir stöðuna á faraldrinum bæði hér á landi og erlendis og stöðuna varðandi til dæmis bóluefni og bólusetningar. Þórólfur sagði að næstu daga yrði fylgst með því hvort fólk utan sóttkvíar fari að greinast í auknum mæli með veiruna. Það muni stýra því hvort hann leggi til hertari aðgerðir innanlands. „Við erum að fylgjast með því hvort við förum að greina fólk utan sóttkvíar sem bendir þá til samfélagslegs smits og það er það sem mun stýra því frá minni hlið hvort ég komi með tillögur um einhverjar hertari aðgerðir. Þannig að ég bíð aðeins og sé til,“ sagði Þórólfur. Hann hefur hins vegar skilað Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, minnisblaði varðandi aðgerðir á landamærunum. Hann sagði að þar væri ekki beinlínis verið að herða aðgerðir á landamærum heldur skerpa á nokkrum þáttum. Meðal annars leggur hann til að ferðalangar frá tilteknum áhættusvæðum verði skikkaðir til þess að dvelja í sóttvarnarhúsi í fimm daga sóttkvínni sem skylda er að fara í á milli landamæraskimananna tveggja. „Því við erum að sjá þessi smit sem eru að koma inn, þau koma í tengslum við það að fólk er ekki að halda fyrir sóttkví eins og það á að gera og við viljum reyna að girða fyrir það.“ Ríkisstjórnarfundur hófst klukkan hálftíu, að loknum fundi Þórólfs með formönnunum þremur, og verður minnisblaðið til umræðu þar. Viðtal Heimis Más Péturssonar, fréttamanns, við Þórólf má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Fleiri fréttir Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Sjá meira