Innlent

Jóhann Gunnar tekur við af Þórunni í tvo mánuði

Eiður Þór Árnason skrifar
Jóhann Gunnar Þórarinsson var kjörinn varaformaður Bandalags háskólamanna í vor.
Jóhann Gunnar Þórarinsson var kjörinn varaformaður Bandalags háskólamanna í vor. BHM

Þórunn Sveinbjarnardóttir, fráfarandi formaður Bandalags háskólamanna (BHM), hefur gert samkomulag við stjórn BHM um starfslok sín en tilkynnt var í febrúar að hún myndi ekki bjóða sig fram á næsta aðalfundi.

Sem hluti af samkomulaginu tók Jóhann Gunnar Þórarinsson, varaformaður BHM, við sem formaður þann 17. mars og situr fram að aðalfundi sem fer fram 27. maí. Þetta kemur fram á vef BHM.

Þórunn mun leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar en hún hafði gegnt embætti formanns BHM frá árinu 2015. 

Jóhann Gunnar var kjörinn varaformaður bandalagsins í rafrænni kosningu síðastliðið vor. Hann starfar sem fagstjóri leyfisveitinga og eftirlits með gististöðum hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, er varaformaður Stéttarfélags lögfræðinga, situr í kjara- og réttindanefnd BHM og er varamaður í stjórn Menntasjóðs námsmanna.

Friðrik Jónsson, formaður Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins, og Maríanna H. Helgadóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga, hafa gefið kost á sér í embætti formanns Bandalags háskólamanna.


Tengdar fréttir

Frið­rik og Maríanna vilja í for­manns­stól BHM

Friðrik Jónsson, formaður Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins, og Maríanna H. Helgadóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga, hafa gefið kost á sér í embætti formanns Bandalags háskólamanna (BHM).

Býður sig ekki fram til formanns að nýju

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, hyggst ekki gefa kost á sér í kjöri til formanns á aðalfundi BHM sem haldinn verður í lok maí. Þórunn hefur gengt embætti formanns BHM frá árinu 2015, í sex ár, en formaður bandalagsins má mest sitja í átta ár.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×