Innlent

Býður sig ekki fram til formanns að nýju

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur gegnt formennsku í BHM frá árinu 2015.
Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur gegnt formennsku í BHM frá árinu 2015. Vísir/Vilhelm

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, hyggst ekki gefa kost á sér í kjöri til formanns á aðalfundi BHM sem haldinn verður í lok maí. Þórunn hefur gengt embætti formanns BHM frá árinu 2015, í sex ár, en formaður bandalagsins má mest sitja í átta ár.

Þetta kemur fram á vef BHM. Nýlega auglýsti BHM eftir frambjóðendum í trúnaðarstörf innan bandalagsins, þar á meðal frambjóðendum til embættis formanns. Vegna ákvörðunar Þórunnar hefur framboðsnefnd ákveðið að framlengja framboðsfrest til 22. febrúar. Aðalfundur bandalagsins fer fram 27. maí næstkomandi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.