Erlent

Ikea sakað um að njósna um starfsfólk og viðskiptavini

Kjartan Kjartansson skrifar
Biðröð fyrir utan verslun Ikea í París.
Biðröð fyrir utan verslun Ikea í París. Vísir/EPA

Réttarhöld yfir dótturfyrirtæki Ikea í Frakklandi og fyrrverandi stjórnendum þess hefjast í dag. Fyrirtækið og stjórnendurnir eru sakaðir um að hafa notað gagnagrunn lögreglu til þess að njósna um starfsfólk sitt og viðskiptavini um marga ára skeið.

Saksóknarar halda því fram að Ikea í Frakklandi hafi sett saman „njósnakerfi“. Auk Stefans Vanoverbeke, fyrrverandi forstjóra, og fimmtán annarra stjórnenda eru fjórir lögreglumenn ákærðir fyrir að afhenda fyrirtækinu trúnaðarupplýsingar. Ákærurnar varða ólöglega söfnun persónuupplýsinga, móttöku á ólöglega söfnuðum persónuupplýsingum og trúnaðarbrot.

Málið nær til áranna 2009 til 2012 en saksóknarar telja að njósnirnar hafi hafist tæpum áratugi fyrr, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ikea rak fjóra stjórnendur vegna málsins og sett sér nýjar siðareglur.

Fyrrverandi yfirmaður áhættustýringar Ikea í Frakklandi er meðal annars sagður hafa sent einkaspæjurum lista með nöfnum starfsmanna til rannsóknar. Slík rannsókn leiddi til þess að einn starfsmaður sem hafði verið talinn til fyrirmyndar var skyndilega talinn mögulegur „umhverfisverndarhryðjuverkamaður“ vegna þátttökur sinnar í mótmælum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.