Sverrir lék stöðu miðvarðar en hann sá um að leggja upp fyrsta mark leiksins strax á þriðju mínútu þegar hann lagði upp fyrir Andrija Zivkovic.
Gestirnir frá Aþenu jöfnuðu á síðustu mínútu fyrri hálfleiks en PAOK reyndist sterkari í síðari hálfleiknum og vann leikinn með þremur mörkum gegn einu.
Sverrir Ingi lék allan leikinn fyrir PAOK sem er í 3.sæti deildarinnar.