Enski boltinn

Brighton lék sér að Newcastle í fallbaráttuslagnum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Lærisveinar Steve Bruce geta ekkert.
Lærisveinar Steve Bruce geta ekkert. vísir/Getty

Brighton fékk lánlausa Newcastle menn í heimsókn í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en bæði lið eru ansi nálægt fallsvæðinu.

Það var aðeins eitt lið líklegt í leiknum í kvöld og það voru heimamenn en það stefndi lengi í að fyrri hálfleikur yrði markalaus. 

Á lokamínútu uppbótartíma í fyrri hálfleik kom Leandro Trossard heimamönnum í forystu með góðu skoti utan vítateigs.

Gestirnir voru áfram heillum horfnir í síðari hálfleiknum og áður en yfir lauk höfðu Brighton menn skorað þrjú mörk gegn slöku liði gestanna.

Danny Welbeck og Neal Maupay sáu um markaskorun heimamanna í síðari hálfleik og tryggðu Brighton 3-0 sigur og liðið nú komið fjórum stigum frá Newcastle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×