Fótbolti

Endurkoma Bologna og Crotone nálgast fall

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jerdy Schouten fagnar jöfnunarmarki sínu með liðsfélöfum sínum.
Jerdy Schouten fagnar jöfnunarmarki sínu með liðsfélöfum sínum. Maurizio Lagana/Getty Images

Bologna gerði sér lítið fyrir og unnu eins marks sigur gegn Crotone í ítalska boltanum í dag. Crotone var 2-0 yfir í hálfleik, en þrjú mörk gestanna í seinni hálfleik tryggði þeim sigur.

Crotone er enn í neðsta sæti ítölsku deildarinnar eftir tap á heimavelli gegn Bologna í dag og þegar tíu leikir eru eftir er dýrt að tapa niður tveggja marka forskoti þegar átta stig eru í öruggt sæti.

Heimamenn komust yfir á 32. mínútu með marki frá Junior Messias áður en Simy tvöfaldaði forystuna af vítapunktinum fimm mínútum fyrir hálfleik.

Bologna gáfust þó ekki upp og á 62. mínútu var varnarmaðurinn Adama Soumaoro búinn að minnka muninn. 

Átta mínútum seinna jafnaði Jerdy Schouten metin og þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka fullkomnaði Andreas Skov Olsen endurkomuna.

Bologna fara í 34 stig og lyfta sér upp um tvö sæti með sigrinum, úr tólfta upp í það tíunda.

Crotone er sem fyrr segir á botni deildarinnar með 15 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×