Fótbolti

Guardiola sér ekki eftir Sancho

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Pep Guardiola og Jadon Sancho áður en sá síðarnefndi fór til Dortmund.
Pep Guardiola og Jadon Sancho áður en sá síðarnefndi fór til Dortmund. Victoria Haydn/Getty

Manchester City mætir Borussia Dortmund í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næsta mánuði. Jadon Sancho hefur verið að gera frábæra hluti með Dortmund eftir að hann kom þangað frá Manchester City árið 2017. Pep Guardiola segist ekki sjá eftir því að hafa misst Sancho.

Jadon Sancho neitaði að skrifa undir nýjan samning við Manchester City árið 2017, þá aðeins 17 ára gamall. Hann valdi frekar að ganga til liðs vi Borussia Dortmund.

„Ég hef sagt það margoft, ég sé ekki eftir þessu. Þetta var hans ákvörðun og hann er að standa sig mjög vel,“ sagði Guardiola.

„Við vildum halda honum en hann ákvað að fara. Þegar fólk ákveður að fara þá er það eina sem við getum gert að leyfa þeim það.“

Sancho mun missa af leikjum enska landsliðsins gegn San Marinó, Albaníu og Portúgal, en búast má við að hann verði klár í slaginn þegar Dortmund mætir Manchester city í átta liða úrlitum Meistaradeildarinnar þann 6. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×