Vill óháða úttekt á öllum leik- og grunnskólum borgarinnar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. mars 2021 12:35 Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að óháð úttekt verði gerð á öllum leik- og grunnskólum borgarinnar í kjölfar mygluvandans í Fossvogsskóla. Hún segir það sæta furðu að engir verkferlar séu til staðar í málum sem þessum og að viðbrögð borgarinnar séu skammarleg. Fossvogsskóla var í gær lokað og ákvörðun tekin um að finna annað húsnæði undir kennslu á meðan lausna er leitað við mygluvanda í húsnæðinu. Myglan greindist fyrst árið 2019 og síðan þá hefur verið ráðist í endurbætur fyrir um 500 milljónir króna, en þrátt fyrir það er myglugró áfram til stðaar. Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, hefur kallað eftir úrbótum frá því myglan greindist fyrst. „Staðan er sorgleg að mörgu leyti til. Það er Reykjavíkurborg sem ber að skaffa húsnæði sem er heilnæmt og það hefur meirihlutanum ekki tekist. En ég vona svo sannarlega að núna verði tekið á málefnum þar af festu og fundin góð lausn og húsnæðið gert heilnæmt,” segir Valgerður. Hún fagnar því að loks sé hlustað á kröfur foreldra, en telur þó full seint í rassinn gripið - nú þremur árum síðar. „Mér finnst það. Það eru þrjú ár síðan ég kom fyrst að þessu máli og í þrjú ár hafa foreldrar verið að berjast við borgina, við stærsta sveitarfélag landsins. Það er meirihlutinn í Reykjavík sem ber ábygð á málefnum Fossvogsskóla og auðvitað er betra seint en aldrei. Ég fagna því vissulega að það sé verið að gera eitthvað í málefnum skólans.” Valgerður segir viðhaldi ekki hafa verið nægilega sinnt í skólum borgarinnar og kallar eftir því að óháðum aðilum verði falið að gera úttekt á skólum borgarinnar. „Ég myndi vilja sjá það í framhaldinu að það yrði farið í úttekt á öllum leik- og grunnskólum í borginni og þau gögn gerð opinber á heimasíðum allra skóla,” segir hún.Þá þurfi skýra verkferla. „Það eru engir verkferlar til hjá Reykjavíkurborg út af myglumálum sem vekur ákveðna furðu hjá mér, þar sem þetta er ekki í fyrsta skipti sem við sjáum myglu í skólahúsnæði á vegum borgarinnar.” Unnið verður að því í dag að finna nýtt húsnæði. Tveir valmöguleikar eru í stöðunni að sögn borgarinnar, meðal annars að sameina Fossvogsskóla öðrum skóla. Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Borgarstjórn Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Fossvogsskóli líklega sameinaður öðrum skóla Fossvogsskóli verður að líkindum sameinaður öðrum grunnskóla á meðan fundin verður lausn á mygluvanda í húsnæðinu. Ekki kemur til greina að rífa skólann. 18. mars 2021 19:01 Telur ekki rétt að rífa Fossvogsskóla en fólk með mygluóþol þoli ástandið illa Sveppafræðingur Náttúrufræðistofnunar Íslands sem greindi sýni í desember úr Fossvogsskóla segir að þó mygla hafi minnkað þar frá síðustu rannsókn hafi hlutfallslega mikið fundist af einni sveppategund. Tegundin sem kallast kúlustrýnebba getur valdið valdið fólki með sveppaóþol miklum óþægindum. Hún telur að ekki þurfi að rífa skólann en erfitt geti verið erfitt að finna upptök myglunnar. 4. mars 2021 09:32 „Staðan í Fossvogsskóla er grafalvarleg“ Móðir stúlku í Fossvogsskóla er afar ósátt við að ekki eigi að bregðast við svartri skýrslu um myglu í Fossvogsskóla. Hún kennir dóttur sinni heima. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill helst láta rífa skólann en borgaryfirvöld vilja ekki grípa til svo róttækra aðgerða. 2. mars 2021 21:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Fossvogsskóla var í gær lokað og ákvörðun tekin um að finna annað húsnæði undir kennslu á meðan lausna er leitað við mygluvanda í húsnæðinu. Myglan greindist fyrst árið 2019 og síðan þá hefur verið ráðist í endurbætur fyrir um 500 milljónir króna, en þrátt fyrir það er myglugró áfram til stðaar. Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, hefur kallað eftir úrbótum frá því myglan greindist fyrst. „Staðan er sorgleg að mörgu leyti til. Það er Reykjavíkurborg sem ber að skaffa húsnæði sem er heilnæmt og það hefur meirihlutanum ekki tekist. En ég vona svo sannarlega að núna verði tekið á málefnum þar af festu og fundin góð lausn og húsnæðið gert heilnæmt,” segir Valgerður. Hún fagnar því að loks sé hlustað á kröfur foreldra, en telur þó full seint í rassinn gripið - nú þremur árum síðar. „Mér finnst það. Það eru þrjú ár síðan ég kom fyrst að þessu máli og í þrjú ár hafa foreldrar verið að berjast við borgina, við stærsta sveitarfélag landsins. Það er meirihlutinn í Reykjavík sem ber ábygð á málefnum Fossvogsskóla og auðvitað er betra seint en aldrei. Ég fagna því vissulega að það sé verið að gera eitthvað í málefnum skólans.” Valgerður segir viðhaldi ekki hafa verið nægilega sinnt í skólum borgarinnar og kallar eftir því að óháðum aðilum verði falið að gera úttekt á skólum borgarinnar. „Ég myndi vilja sjá það í framhaldinu að það yrði farið í úttekt á öllum leik- og grunnskólum í borginni og þau gögn gerð opinber á heimasíðum allra skóla,” segir hún.Þá þurfi skýra verkferla. „Það eru engir verkferlar til hjá Reykjavíkurborg út af myglumálum sem vekur ákveðna furðu hjá mér, þar sem þetta er ekki í fyrsta skipti sem við sjáum myglu í skólahúsnæði á vegum borgarinnar.” Unnið verður að því í dag að finna nýtt húsnæði. Tveir valmöguleikar eru í stöðunni að sögn borgarinnar, meðal annars að sameina Fossvogsskóla öðrum skóla.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Borgarstjórn Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Fossvogsskóli líklega sameinaður öðrum skóla Fossvogsskóli verður að líkindum sameinaður öðrum grunnskóla á meðan fundin verður lausn á mygluvanda í húsnæðinu. Ekki kemur til greina að rífa skólann. 18. mars 2021 19:01 Telur ekki rétt að rífa Fossvogsskóla en fólk með mygluóþol þoli ástandið illa Sveppafræðingur Náttúrufræðistofnunar Íslands sem greindi sýni í desember úr Fossvogsskóla segir að þó mygla hafi minnkað þar frá síðustu rannsókn hafi hlutfallslega mikið fundist af einni sveppategund. Tegundin sem kallast kúlustrýnebba getur valdið valdið fólki með sveppaóþol miklum óþægindum. Hún telur að ekki þurfi að rífa skólann en erfitt geti verið erfitt að finna upptök myglunnar. 4. mars 2021 09:32 „Staðan í Fossvogsskóla er grafalvarleg“ Móðir stúlku í Fossvogsskóla er afar ósátt við að ekki eigi að bregðast við svartri skýrslu um myglu í Fossvogsskóla. Hún kennir dóttur sinni heima. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill helst láta rífa skólann en borgaryfirvöld vilja ekki grípa til svo róttækra aðgerða. 2. mars 2021 21:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Fossvogsskóli líklega sameinaður öðrum skóla Fossvogsskóli verður að líkindum sameinaður öðrum grunnskóla á meðan fundin verður lausn á mygluvanda í húsnæðinu. Ekki kemur til greina að rífa skólann. 18. mars 2021 19:01
Telur ekki rétt að rífa Fossvogsskóla en fólk með mygluóþol þoli ástandið illa Sveppafræðingur Náttúrufræðistofnunar Íslands sem greindi sýni í desember úr Fossvogsskóla segir að þó mygla hafi minnkað þar frá síðustu rannsókn hafi hlutfallslega mikið fundist af einni sveppategund. Tegundin sem kallast kúlustrýnebba getur valdið valdið fólki með sveppaóþol miklum óþægindum. Hún telur að ekki þurfi að rífa skólann en erfitt geti verið erfitt að finna upptök myglunnar. 4. mars 2021 09:32
„Staðan í Fossvogsskóla er grafalvarleg“ Móðir stúlku í Fossvogsskóla er afar ósátt við að ekki eigi að bregðast við svartri skýrslu um myglu í Fossvogsskóla. Hún kennir dóttur sinni heima. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill helst láta rífa skólann en borgaryfirvöld vilja ekki grípa til svo róttækra aðgerða. 2. mars 2021 21:00