Stefnir í annað kjörtímabil Mark Rutte þrátt fyrir hneykslismál Eiður Þór Árnason skrifar 18. mars 2021 00:05 Líklegt er að Mark Rutte nái senn þeim áfanga að verða þaulsetnasti forsætisráðherrann í sögu Hollands. EPA/BART MAAT Flokkur Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, er sigurvegari þingkosninga þar í landi, ef marka má útgönguspár. Fari svo mun Rutte og VVD flokkurinn líklega hefja fjórða kjörtímabil sitt við stjórnvölinn. Ríkisstjórn hans sagði af sér í janúar í kjölfar hneykslismáls þar sem þúsundir fjölskyldna voru ranglega sakaðar um að svindla á barnabótakerfinu og gert að endurgreiða ríkinu bætur. Hinn 54 ára Rutte hefur setið á forsætisráðherrastól í tíu ár og fari svo fram sem horfir er líklegast að hann nái að mynda samsteypustjórn. Takist það má líklegt vera að Rutte nái senn þeim áfanga að verða þaulsetnasti forsætisráðherrann í sögu landsins. Kjörstaðir opnir í þrjá daga til að dreifa álaginu Þinkosningar hófust í landinu á mánudag og lokaði kjörstöðum í kvöld. Samkvæmt útgönguspám mun íhaldsflokkur forsætisráðherrans hljóta 36 þingsæti af 150, vinstrimiðjuflokkurinn Democrats 66 fá 27 sæti og Frelsisflokkurinn, sem er undir stjórn Geert Wilders og berst gegn straumi innflytjenda til landsins, sautján þingsæti. Þá er hægrimiðjuflokknum Christian CDA spáð fjórtán sætum, Verkamannaflokknum (PvdA) níu og græna vinstri flokknum Groenlinks átta. Kjörsókn var 82,6 prósent. Kosningarnar eru haldnar í skugga heimsfaraldurs og var því ákveðið að hafa kjörstaði opna í þrjá daga til að dreifa álaginu, takmarka umferð kjósenda hverju sinni og þannig draga úr hættu á smiti. Því var beint til kjósenda að þeir sem væru í áhættuhópum vegna veirunnar skyldu mæta á kjörstað fyrstu tvo daga þingkosninganna en aðrir kjósendur skyldu svo mæta í dag, þar sem kjörstöðum yrði fjölgað enn frekar. Í Amsterdam var komið upp sérstökum kjörstöðum þar sem kjósendur geta greitt atkvæði án þess að yfirgefa bíl sinn. Sömuleiðis var komið upp sérstökum kjörstöðum fyrir hjólafólk. Almennt er talið að kjósendur hafi nýtt þingkosningarnar til að leggja dóm á viðbrögð stjórnvalda við heimsfaraldrinum. Yfir sextán þúsund hafa látist af völdum Covid-19 þar í landi og hefur harka reglulega færst í mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Útgöngubann er nú í gildi á næturnar þar í landi, fjöldasamkomur óheimilaðar og hefur flestum verslunum verið lokað. Holland Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Fleiri fréttir Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sjá meira
Ríkisstjórn hans sagði af sér í janúar í kjölfar hneykslismáls þar sem þúsundir fjölskyldna voru ranglega sakaðar um að svindla á barnabótakerfinu og gert að endurgreiða ríkinu bætur. Hinn 54 ára Rutte hefur setið á forsætisráðherrastól í tíu ár og fari svo fram sem horfir er líklegast að hann nái að mynda samsteypustjórn. Takist það má líklegt vera að Rutte nái senn þeim áfanga að verða þaulsetnasti forsætisráðherrann í sögu landsins. Kjörstaðir opnir í þrjá daga til að dreifa álaginu Þinkosningar hófust í landinu á mánudag og lokaði kjörstöðum í kvöld. Samkvæmt útgönguspám mun íhaldsflokkur forsætisráðherrans hljóta 36 þingsæti af 150, vinstrimiðjuflokkurinn Democrats 66 fá 27 sæti og Frelsisflokkurinn, sem er undir stjórn Geert Wilders og berst gegn straumi innflytjenda til landsins, sautján þingsæti. Þá er hægrimiðjuflokknum Christian CDA spáð fjórtán sætum, Verkamannaflokknum (PvdA) níu og græna vinstri flokknum Groenlinks átta. Kjörsókn var 82,6 prósent. Kosningarnar eru haldnar í skugga heimsfaraldurs og var því ákveðið að hafa kjörstaði opna í þrjá daga til að dreifa álaginu, takmarka umferð kjósenda hverju sinni og þannig draga úr hættu á smiti. Því var beint til kjósenda að þeir sem væru í áhættuhópum vegna veirunnar skyldu mæta á kjörstað fyrstu tvo daga þingkosninganna en aðrir kjósendur skyldu svo mæta í dag, þar sem kjörstöðum yrði fjölgað enn frekar. Í Amsterdam var komið upp sérstökum kjörstöðum þar sem kjósendur geta greitt atkvæði án þess að yfirgefa bíl sinn. Sömuleiðis var komið upp sérstökum kjörstöðum fyrir hjólafólk. Almennt er talið að kjósendur hafi nýtt þingkosningarnar til að leggja dóm á viðbrögð stjórnvalda við heimsfaraldrinum. Yfir sextán þúsund hafa látist af völdum Covid-19 þar í landi og hefur harka reglulega færst í mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Útgöngubann er nú í gildi á næturnar þar í landi, fjöldasamkomur óheimilaðar og hefur flestum verslunum verið lokað.
Holland Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Fleiri fréttir Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sjá meira